Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Síða 27

Náttúrufræðingurinn - 1985, Síða 27
hugtak merkir, að kraftlínur segul- sviðsins hafa ákveðna og fremur ein- falda iögun (2. mynd), en kraftlínur eru almennt teiknaðar þannig að þær eru samsíða stefnu segulnálar á hverj- um stað. Á norðurhveli jarðar stefnir segulnál nú víðast hvar norður og nið- ur (á Islandi um það bil 76° neðan við lárétt), en á suðurhveli norður og upp. Því þéttar sem línurnar liggja saman, því sterkara er sviðið, og er það nú tvisvar til þrisvar sinnum sterkara við pólana en nálægt miðbaug. Svið með svipaðri kraftlínulögun eins og jarð- segulsviðið kemur fram í kringum stutt- an stangsegul eða litla straumspólu. Örin í jarðmiðju á 2. mynd táknar þá stefnu svokallaðs tvípólvægis (dipole moment) ímyndaðs seguls eða spólu í jarðmiðju, og má reikna út úr mæling- um á stefnu sviðsins hvar sem er á yfirborði jarðar, í hvaða átt þessi ör bendir. í jörðinni myndast segulsviðið að langmestu leyti í hinum fljótandi hluta jarðkjarnans, vegna afar flókins sam- spils innri hreyfinga, rafstrauma, og daufra utanaðkomandi segulsviða. Innri hreyfingarnar geta stafað af mis- hitun vegna geislavirkni í kjarnanum, eða af útfellingu þungra efna í átt að jarðmiðju. Vegna snúnings jarðar um sjálfa sig, sem stjórnar megindráttum hreyfinganna í kjarnanum á sama hátt og gerist í hreyfingum hafstrauma, liggja þeir rafstraumar, sem þarna myndast, að mestu samsíða miðbaug jarðar. Af óþekktum ástæðum verða ýmsar óreglur á legu og styrk rafstraumanna, sem leiða til hægfara óreglulegra breytinga á segulsviðinu við yfirborð jarðar. Meðal annars lýsa þær sér þannig að segulpólarnir (S og N á 2. mynd) flökta til og frá kringum snúningspólana (NP og SP), og raunar fást nokkuð mismunandi niðurstöður um staðsetningu segulpólanna eftir því 2. mynd. Nokkrar kraftlínur segulsviðs jarðar, ef það orsakast af einföldu kerfi rafstrauma í kjarna hennar. NP = norður- póll (snúningspóll). S = suður-segulpóll (sem norðurendi segulnálar dregst að) við núverandi aðstæður. Örin niður eftir tákn- ar tvípólvægi rafstraumakerfisins. — Simplified diagram of the geomagnetic lines of force. hvar á jörðinni sviðstefnan er mæld. Af þessum sökum er notast við hug- takið sýndarsegulpóll (virtual geo- magnetic pole), þ.e. útreiknaða stað- setningu pólsins S á þeirri forsendu að sviðstefnan á hverjum mælistað orsak- ist eingöngu af tvípólsviði með upp- sprettu í jarðmiðju. Á Islandi hefur sýndarsegulpóllinn væntanlega verið á óreglulegu flökti kringum snúningspólinn undanfarnar árþúsundir, og farið eina hringferð um hann á hverjum 4—10 þúsund árum. Er algengast að segulpóllinn haldi sig nálægt 75. breiddargráðu, en ef tekið er meðaltal af stöðu hans á 50 þúsund árum eða lengur, ætti það að falla allnákvæmlega saman við staðsetningu snúningspólsins. Þegar komið er meira en 20-30 milljón ár aftur í tírnann, fer þess að verða vart að meðalsegulpóll flestra jarðlaga fellur ekki sanran við núver- andi snúningspól. Er því talið, að hæg- 121
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.