Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 30

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 30
a b 4. mynd. Samsetning heildarsegulmögnunar hraunsýnis a) meðan sýnið situr enn upprétt á sínum stað b) við mælingu með segulsviðsnema. F: segulsvið jarðar á staðnum. Jp hrifsegulmögnun, samsíða F. Jv: seigjusegulmögnun. J,: hitasegulmögnun, jafngömul hrauninu. Segulsviðið frá sýninu, sem verkar á nemann, er oftast < 1% af styrk F. — Components of magnetization in a rock sample in situ and during measurement with a fluxgate meter in the field. kólna. Vissar breytingar, sem verða í kristalgerð seguljárnsins við kólnunina frá Tc niður að venjulegum umhverfis- hita valda því, að til þess að hafa áhrif á þessa „frosnu“ segulmögnun þarf annaðhvort að hita bergið aftur upp undir Tc eða setja það í mjög sterkt utanaðkomandi segulsvið. Að öðrum kosti getur hitasegulmögnunin varð- veist í ármilljónir í málmkornum bergsins. í setlögum er hin upprunalega segul- mögnun orðin til á allt annan hátt. Þar hefur hvert korn fyrir sig áður verið segulmagnað, og áhrif jarðsegulsviðs- ins á þessi korn meðan þau voru að setjast til í lygnu vatni hafa orðið til þess, að segulstefnur hinna einstöku korna eru samsíða eftir að setið nær sinni endanlegu mynd. Hinsvegar geta vissar efnabreytingar, sem algengt er að verði í seti við ummyndun, orsakað enn nýjar tegundir segulmögnunar í því, og takmarkar það jarðfræðilegt notagildi segulmælinga á setlögum. Millistig milli hrifsegulmögnunar og varanlegrar segulmögnunar er svoköll- uð seigjusegulmögnun (viscous reman- ence, V.R.M.). Hún byggist upp hægt og hægt, jafnvel við lágan hita — en þó hraðar eftir því sem hitastig er hærra — í efni sem liggur kyrrt í segulsviði með stöðuga stefnu. Þessa tegund seg- ulmögnunar er ekki hægt að nota í neinum jarðfræðilegum tilgangi. Myndun seigjusegulmögnunar getur tekið frá nokkrum dögum upp í árþús- undir. I gosbergi, sem verið hefur kyrrt í núverandi jarðsviði síðan síð- asti umsnúningur þess varð fyrir 700 þúsund árum, getur seigjusegul- mögnunin verið jafnmikil og uppruna- lega hitasegulmögnunin. Á þetta ekki síst við hér á landi, þar sem blágrýti hefur grafist djúpt í staflann undir yngri lögum og hitnað nokkuð, áður en það kom aftur í ljós við rof. Við slíka upphitun og væga ummyndun dofnar Jt, en J, og tilhneiging til upp- byggingar seigjusegulmögnunar í berg- inu aukast. Veðrun hefur hinsvegar mjög lítil áhrif á seguleiginleikana, þar eð hún verkar aðallega á glerið í berginu. 124

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.