Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 32
6. mynd. Breyting á styrk og stefnu varanlegrar segulmögnunar í þrem blágrýtissýnum
við hækkandi þrep riðstraumsmeðferðar. Stefnurnar eru teiknaðar sem ofanvarp á lárétta
planið (sterografisk vörpun). Öll sýnin hafa upprunalega segulmögnun (J,) sem er
„öfug“; í sýni GL 10-1 er að auki nokkur seigjusegulmögnun sem er í „normal" stefnu,
og í GL 8-2 er seigjusegulmögnunin yfirgnæfandi til að byrja með en þvæst burt við 200
örsted. NRM merkir náttúrulega segulmögnun sýnanna, áður en þau verða fyrir rið-
straumsmeðferðinni. - Progressive a-c demagnetization of three basall samples, having
reverse J, and varying amounts of Jv.
einnig verið leiðrétt fyrir halla jarðlag-
anna.
(c) Áhrif hrifsegulmögnunarinnar J|
eru oft veruleg við mælingu í mörk-
inni, og valda því að báðir endar sýnis
gefa þá mæliútslag í sömu átt. Á rann-
sóknastofum má minnka þessi áhrif,
t.d. með stórum straumspólum kring-
um mælinemann, sem upphefja jarð-
segulsviðið að mestu.
(d) Áhrif seigjusegulmögnunar, Jv,
eru oft til mikilla vandkvæða í mæl-
ingu á segulmögnun gosbergs í mörk-
inni, því sýni með upphaflega „öfugri“
segulntögnun geta verið komin með
„rétta“ heildarsegulmögnun eftir
langa setu í núverandi sviði. Jv má þó
auðveldlega „þvo“ úr sýnum með því
að setja þau í fáeinar mínútur inn í
spólur með sterkum riðstraumi.
Venjulega er segulstefna sýnis mæld
nokkrum sinnum á rannsóknastofunni
eftir meðhöndlun í sterkara og sterk-
ara riðstraumssviði (6. mynd) og hætt
þegar greinilega er búið að eyða öllu Jv
úr sýninu. Hámarkssvið sem þarf til
þess er iðulega um 200 örsted (en
styrkur jarðsegulsviðsins á íslandi er
um 0.5 örsted). Meðhöndlun í enn
sterkari sviðum eyðir síðan meiru og
meiru af J,.
Þessi aðferð dugar einnig til að
„þvo“ burt óæskilega segulmögnun af
völdum eldinga eða verkfæra, en hún
er oft álíka „lin“ og Jv. Upphitun sýnis-
ins í þrepum milli mælinga mundi gera
126