Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 34

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 34
8. mynd. Kistufell í Esju, um 800 m hátt. Par kortlagði Ingvar Birgir Friðleifsson snið með 65 merktum hraunlögum og nokkrum jökulbergs- og setlögum, til sýnasöfnunar vegna bergsegulmælinga (Leó Kristjánsson o.fl. 1980). Öll hraunin reyndust vera öfugt segulmögnuð nema 13 laga syrpa (SB 24—36) í miðri hlíð. Þessa syrpu nefndi Trausti Einarsson (1957) N3, og má rekja hana víða um Esjuna og í Hvalfirði. - The N3 polarity zone, possibly corresponding to the Reunion geomagnetic event, outcrops half-way up Kistufell in Esja, SW-Iceland. (Diagram from Leó Kristjánsson et al. 1980) þeim til tenginga milli sniða sem lengra er á milli en 1 km eða svo. Bæði geta þykktir syrpanna breyst verulega á lengri vegalengdum, og eins geta misgengi eða hallabreytingar valdið því að jarðfræðingur tengi sarnan rang- ar syrpur á korti sínu. UM NIÐURSTÖÐUR BERG- SEGULMÆLINGA Á ÍSLENSKUM MYNDUNUM Vegna margháttaðra rannsókna á setlögum og á aldri hafsbotnanna (Leó Kristjánsson 1978) er mikilvægt að geta byggt upp traustan tímakvarða fyrir umsnúninga jarðsegulsviðsins. Hafa margir vísindamenn unnið ötul- lega að því um allan heim síðastliðin 20 ár, en árangur þeirra rannsókna er enn ekki fullnægjandi. Hraunlög, sem hægt er að aldursgreina með geisla- virkniaðferðum, hafa reynst vel við uPPbyggingu þessa tímakvarða. Á það ekki síst við um íslensk hraun, þar eð gosvirkni hefur verið mikil og nokkuð jöfn hér síðastliðin 15 milljón ár en ummyndun bergsins fremur lítil. Hafa niðurstöður bergsegulmælinga á ís- landi því haft veruleg áhrif á þróun þekkingar manna á jarðsegulsviðinu; eru meðal annars nokkur einstök segulskeið kennd við íslenska staði, þar sem bergi frá þessum skeiðum var fyrst lýst. Einnig hefur notkun berg- segulmælinga verið ntjög mikilvæg í ýmsum kortlagningarverkefnum, og er hluti niðurstaðna eins slíks verkefnis 128

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.