Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 35

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 35
(Leó Kristjánsson o.fl. 1980) sýndur á 8. mynd. Um nánari frásögn af einstökum verkefnum í bergsegulmælingum hér- lendis vísast til greinar í Jökli (Leó Kristjánsson 1982) og heimildaskrár þar. Geta áhugamenn aflaö sér sér- prenta af ýmsum þessara heimilda hjá höfundi. Margt er þó ógert: bæði eru fjölmörg svæði á íslandi enn ókortlögð hvað varðar aldursröð jarðlaga, og eins á eftir að endurbæta og tengja saman mælingar á hinum kortlögðu svæðum. Einnig má nýta bergsegul- mælingar til rannsókna á ýmsum atrið- um varðandi jarðhita og ummyndun. RÁÐLEGGINGAR UM FRAM- KVÆMD SEGULMÆLINGA í MÖRKINNI Við kortlagningu ætti að fylgja eftir- farandi ábendingum. Þær eiga jafnt við bólstraberg sem hraun, en almennt er ekki ráðlegt að mæla t.d. ganga eða túffríkt brotaberg og set nema sér- staka nauðsyn beri til. a. Mælið a.m.k. 4 vel Iöguð sýni úr mismunandi hæð í hverju hrauni, þó ekki allra efst þar sem vænta má upp- hitunar frá laginu ofan á. b. Leggið áherslu á að taka sýni úr oxuðum (rauðleitum) hlutum hrauna og/eða neðst í þeim. Bökuð set rétt undir hraunum má einnig nota. c. Treystið best sterkt segulmögnuð- um sýnum (þó ekki mjög sterkum, sem geta hafa segulmagnast af eld- ingu), og nýtið helst ekki næmni seg- ulmælisins til fulls. d. Vinnið uppi í fjöllum fremur en á láglendi. Veljið samfelldar opnur, en forðist ummynduð svæði og innskot. e. Tortryggið niðurstöður úr mjög þunnum, fínkornóttum og stuðluðum hraunum, svo og úr pólunarsyrpum sem aðeins eru 1—3 lög. f. Prófið segulmælinn öðru hvoru með litlum stangsegli. g. Tengið löng snið stuttar vega- lengdir. h. Reiknið með að hraun sem gefa bæði N og R sýni, séu yfirleitt með R, þ.e. öfuga, upprunalega segul- mögnun. i. Notið helst annað en segulmæling- arnar til tenginga, en hafið segulmæl- ingarnar til að prófa hvort tenging- arnar séu skynsamlegar. j. Fáið í vafaatriðum gerðar mæling- ar á sýnum á rannsóknastofu. HEIMILDIR Leó Kristjánsson. 1978. Ný heimsmynd jarðfræðinnar. - Náttúrufræðingurinn 48: 106-122. Leó Kristjánsson. 1982. Paleomagnetic research on Icelandic rocks. A bibliographical review 1951-1981. - Jökull 32: 91-106 (viðauki í Jökli 34: 77-79). Leó Kristjánsson. 1984. Notes on paleo- magnetic sampling in Iceland. - Jökull 34: 67-76. Leó Kristjánsson, Ingvar Friðleifsson & N.D. Watkins. 1980. Stratigraphy and paleomagnetism of the Esja, Eyrarfjall and Akrafjall mountains, SW-Iceland. - J. Geophys. 47: 31-42. Leó Kristjánsson & I. McDougall. 1982. Some aspects of the late Tertiary geo- magnetic field in Iceland. - Geophys. J. Roy. Astr. Soc. 68:273—294. McDougall, I. & H. Wensink. 1966. Paleo- magnetism and geochronology of the Pliocene-Pleistocene lavas in Iceland. — Earth Planet. Sci. Lett. 1: 232-236. McDougall, I., Leó Kristjánsson & Krist- ján Sæmundsson. 1984. Magnetostrati- graphy and geochronology of North- western Iceland. — Jour. Geophys. Res. 89: 7029-7060. 129

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.