Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 38

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 38
kyrrum sjó, allt frá stórstraumsfjöru- borði út á 5 m dýpi, en getur þó vaxið út á 10 m dýpi eða meira þar sem sjór er hreinn og sólarbirtu nýtur vel. Þar sem skilyrði eru góð, vex hann í stór- um breiðum og myndar eins konar neðansjávarengi og getur botninn ver- ið gegnofinn af marhálmsflækjum. Hann vex einkum umhverfis Faxaflóa og Breiðafjörð, en minna er um hann annars staðar við landið. Marhálmur getur orðið fyrir skemmdum af ís. ísaveturinn 1918 reif hafís og lagnaðarís upp mikið af mar- hálmi á Breiðafirði, að sögn Bjarna Andréssonar frá Hrappsey. Á árunum um eða skömmu eftir 1930 kom skæð sýki í marhálminn hér við land. Hann varð svartur, rotnaði og drapst í stórum breiðum. Hann var lítið farinn að ná sér altur við Breiða- fjörð 1945, en mun nú víðast vaxinn á ný. Marhálmspestarinnar varð vart við strendur Norður Ameríku laust fyrir 1930 og næstu ár fór að bera á sýkinni við strendur Bretlandseyja og Frakk- lands. Á árunum 1933—1934 drapst mikið af marhálmi við suður- og vest- urstrendur Noregs og við Danmörku. Minnst bar á sýkinni þar sem selta var lítil í sjónum. Sjúkdómsvaldurinn er talinn vera sveppur. Mörg smádýr lifa á marhálmi og álftir, gæsir og endur éta mikið af hon- um. Álftir byrja að éta marhálm þegar á haustin, og á vetrum er hann þeim mikilvægur; þær éta bæði jarðstöngla og blöð. Gæsir éta blöðin og fitna af þeim á haustin. í Grasnytjum séra Björns Halldórs- sonar (1783) segir: Marhálmur er gott nautafóður, og líka sækja þau mjög að honum; þeg- ar hann er þurr má hann brúka sem slý, að stoppa rifur með. Bæði hest- ar og sauðfé éta gjarnan marhálm. í Ferðabók Eggerts og Bjarna (1772) stendur um marhálminn: Er sætur og safamikill. Kýr sækjast mjög eftir honum og vaða langt eftir honum út í leðjuna þegar lágsjávað er. Þær mjólka þá vel. Þurrkaður marhálmur var notaður í rúmbotna. Ekki er ýkja langt síðan marhálmur var hagnýttur að mun hér á landi. I bókinni Sjósókn, endurminningum Er- lendar Björnssonar, Breiðabólsstað á Álftanesi, sem kom út 1945, segir að þurrabúðarmaður í Lásakoti á Álfta- nesi hafi lifað mikið á því að þurrka marhálm, flytja til Reykjavíkur og selja hann þar. Söðlasmiðir í Reykja- vík notuðu marhálm sem fyllingu (stopp) í söðla og hnakka. Hann var einnig notaður í dýnur og rúmbotna og sem tróð rnilli veggja, bæði víða vest- anlands og nyrðra. Marhálmur var t.d. talsvert hafður í tróð Akureyrahúsa fyrir og um aldamótin og e.t.v. lengur. 1 bókinni Sjávarhœttir eftir Lúðvík Kristjánsson (1980), segir m.a.: Marhálmur var notaður í rúmdýnur og sent lag á rúmbotna víða um land, allt fram um síðustu aldamót við Breiðafjörð. Sleginn var hann til fóðurs og hirt það sem rak í kúafóð- ur. Á bænum Hraunsfirði í Helga- fellssveit var á stríðsárunum fyrri marhálmur hafður í brauð til drýg- inda með rúgmjöli og etið með sel- spiki. Bæði í Danmörku og Noregi hefur marhálmur mikið verið notaður í fyll- ingu og verið talsverð verslunarvara, einnig hefur hann verið notaður til áburðar eins og þang. í Danmörku og víðar þykir vænlegt til álaveiða þar sem marhálmur vex á botni, samanber danska nafnið álegræs (álagras). í Danmörku kom út árið 1812 leiðarvísir um söfnun, hreinsun, þvott og þurrkun marhálms, sem ætlaður 132

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.