Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 41

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 41
Ágúst Guðmundsson: Samsetti gangurinn á Streitis- hvarfi við Breiðdalsvík INNGANGUR Samsettir kallast þeir gangar scm eru úr tveimur eða fleiri ólíkum berg- tegundum. Hér á landi eru samsettir gangar úr líparíti og basalti algengir á nokkrum svæðum, en fátíðir utan þeirra. Einkum eru samsettir gangar algengir á Austfjörðum, en þar eru yfir 50 slíkir þekktir (Walker 1966). Einnig er nokkuð um samsetta ganga á suðausturlandi (Helgi Torfason 1979), og samsettir gangar munu algengir á svæðinu við Setberg á Snæfellsnesi (Haraldur Sigurðsson 1966). Á öðrum svæðum sem hafa verið kortlögð ræki- lega virðast samsettir gangar sjaldgæf- ir. Til dæmis eru slíkir gangar ekki nefndir í ritgerð Hjalta Franzsonar (1978) um Hafnarfjall og Skarðsheiði, né í ritgerð Ingvars Birgis Friðleifs- sonar (1973) um Esju og nágrenni. Engan samsettan gang fann ég heldur við rannsóknir á um 400 göngum á svæðinu milli Arnarfjarðar og Barða- strandar. Á þeim svæðum þar sem samsettir gangar finnast á annað borð eru þeir algengari en líparítgangar. Þannig eru samsettir gangar algengari en líparít- gangar á Austfjörðum (Walker 1966). Einnig eru samsettir gangar oft þykk- ari en líparítgangar sömu svæða. Til dæmis er meðalþykkt samsettra ganga á Lónsöræfum 6,5 m, og 6,3 m á Skálatindum, en meðalþykkt líparít- ganga á þessum sömu svæðum er 4,9 m og 3,5 m (Helgi Torfason 1979). Þykkt samsettu ganganna á Austfjörð- um er yfirleitt á bilinu 10-25 m, en sá þynnsti sem fundist hefur er aðeins 35 cm (Walker 1966). Kunnasti samsetti gangurinn hér á landi er sá sem kenndur er við Streitis- hvarf við sunnanverða Breiðdalsvík (1. mynd). Ganginum var lýst Iauslega af Þorvaldi Thoroddsen (1906), en síðar var bergfræði hans könnuð ræki- lega af Guppy og Hawkes (1925) og Gunn og Watkins (1969). í vel þekktri kennslubók eftir Daly (1933) er þessi gangur tekinn sem klassískt dæmi um samsettan gang. Walker og samstarfs- menn hans víkja í sumum greinum sínum að þessurn gangi, án þess þó að lýsa honum ítarlega (sjá t.d. Walker 1966, Gibson o.fl. 1966). Við athuganir á göngum á Aust- fjörðum sumarið 1980 (Ágúst Guð- mundsson 1983) kannaði ég einnig samsetta ganginn á Streitishvarfi. Sú lýsing sem hér fer á eftir er byggð á þeirri könnun. Markmið þessarar greinar er annars vegar að lýsa gangin- um, og hins vegar að ræða myndun hans. Samsetti gangurinn á Streitis- hvarfi er forvitnilegur fyrir jarðfræð- inga, en að auki er hann merkilegt náttúrufyrirbæri í alfaraleið sem vert er að vekja athygli á. Náttúrufræðingurinn 54 (3-4), bls. 135-148, 1985 135

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.