Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 42
1. mynd. Staðsetning sam-
setta gangsins á Streitis-
hvarfi. F = Fáskrúðsfjörð-
ur, S = Stöðvarfjörður, B
= Breiðdalsvík, Lf =
Lambafell, Hv = Hökul-
vík, Sli = Streitishvarf. —
Location of the composite
dyke on Streitishvarf.
LÝSING Á GANGINUM
Hér á eftir fer lýsing á samsetta
ganginum í helstu opnunum, en fyrst
skulu nefnd nokkur almenn atriði.
Gangurinn er að minnsta kosti 14 km
langur og nær frá Streitishvarfi í suðri
og allt norður í Stöðvarfjörð. Líklega
er hann þó lengri en 14 km því suður-
endinn gengur í sjó fram (2. mynd).
Nyrsta opnan í ganginn er í hlíðinni
rétt vestan við kauptúnið Kirkjuból
við Stöðvarfjörð. Gangurinn kann að
ná norðar, en varla þó miklu því hann
er orðinn svo þunnur í þessari opnu í
hlíðinni.
Sitðurendi Streitishvarfs
Gangurinn er hér um 30 m breiður,
þar af er líparíthlutinn 12,5 m, eystri
basalthlutinn 7,5 m og sá vestari að
minnsta kosti 9 m, en þó sennilega nær
12 m (2. mynd). Stefna gangsins er
N20°A og hallinn 74°A.
Almenn lýsing á bergi gangsins er
eftirfarandi: Líparítið er ljósgrátt, vel
stuðlað og inniheldur fjölda basalt-
hnyðlinga (basaltbrota). Hnyðling-
arnir eru gjarnan ílangir (3. mynd).
Stærsti hnyðlingurinn sem fannst á
þessurn stað reyndist 45 cm langur og
22 cm breiður. Langás hnyðlinganna
er yfirleitt nokkurn veginn samsíða
stefnu gangsins, en stöku hnyðlingur
myndar þó um 30° horn við stefnu
gangsins. Allir hnyðlingarnir hafa
ávala jaðra, þ.e. engir hnyðlingar sem
skoðaðir voru höfðu hvöss horn eða
brúnir. Ekki er heldur að finna hrað-
kælda húð á jöðrunt hnyðlinganna.
Feir eru úr mjög áþekku bergi og bas-
althlutar gangsins, en þó heldur fín-
kornaðri vegna hraðari kælingar. Bas-
althlutarnir eru nokkuð vel stuðlaðir,
eins og reyndar líparfthlutinn, og eru
stuðlarnir gjarnan um 30 cm í þver-
mál. Stöku blöðrur eru í ganginum, en
smáar (einn eða fáir millimetrar í þver-
mál) og án holufyllinga. Hins vegar
136