Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 44

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 44
3. mynd. Basalthnyðlingar í líparítinu við suðurenda gangsins á Streitishvarfi. Samanber 2. mynd. Hamarinn er um 30 cm. — Basaltic xenoliths at the south end of the composite dyke on Streitishvarf (same as Fig. 2). The hammer is about 30 cm long. Fremst í Hökulvíkurgili (6. mynd) er gangurinn um 11 m breiður og skiptist í tvo líparíthluta og tvo bas- althluta. Að auki er 60 cnr breiður basaltgangur skammt vestan við aðal- ganginn (grannberg á milli), en óvíst er hvort telja beri hann með samsetta ganginum. Líparíthlutarnir eru 6 m og 1,5 m þykkir, en basalthlutarnir eru 1,5 m (sá vestari) og 2 m (sá eystri). Basalthnyðlingar eru algengir og með hvassari brúnir (köntóttir) en á Streitishvarfi. Samkvæmt mælingum Guppy og Hawkes (1925) eru basalt- hnyðlingarnir 10—20% af líparíthlut- anum. Mót basalts og líparíts eru mjög skörp (7. mynd) og engar æðar ganga úr líparítinu yfir í basaltið, eða öfugt. Nokkru innar í gilinu myndar gang- urinn áberandi stall, illkleifan vegna bleytu. Við stallinn er þykkt gangsins 13 m og skiptist hann þar í sjö hluta, fjóra basalthluta og þrjá líparíthluta (8. mynd). Þykkt hraunlag er í sömu hæð báðum megin við ganginn og sýnir að hann situr hvorki í risgengi né siggengi. Nokkuð austan við ganginn er þetta sama hraunlag hins vegar mis- gengið um 1—2 m, og hefur sigið orðið til vesturs. í líparítinu er mjög mikið um basalthnyðlinga. Þeir eru flestir ílangir, með langásinn í stefnu gangs- ins; gjarnan 20 cm á lengd og 2—4 cm á breidd. Sá lengsti sem ég sá reyndist 75 cm langur og 5 cm breiður. Stefna gangs í gilinu er N20°A, eins og áður, og hallinn mælist hér 90°. Ég fór ekki upp á fyrrnefndan stall í gilinu, heldur hélt vestur fyrir það og upp hlíðina þar. Fór síðan aftur niður 138

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.