Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Síða 50

Náttúrufræðingurinn - 1985, Síða 50
öðru lagi ætti hnyðlingafjöldinn (þétt- leikinn) að minnka með vaxandi fjar- lægð frá basaltgöngunum, það er inn að miðju líparítsins, ef myndun hnyðl- inganna hefði orðið á staðnum. Svo er ekki. Tilgáta Blake o.fl. (1965) Höfundarnir settu fram tilgátu til að skýra myndun samsettra ganga og hrauna, og innskota sem eru alsett æðum úr ólíkum bergtegundum. Þeir hugsa sér að basaltgangur komi upp í gengnum fljótandi eða hálffljótandi líparít, og ganga út frá því að líparítið sé það seigt að það springi við álagið, þannig að basaltkvikan myndi gang í gegnum það. Síðan hiti gangurinn út frá sér og bræði líparítið uns það er orðið svo deigt að basaltið getur ekki lengur streymt upp í gegn sem gangur, heldur myndar bólstra í líparítinu. Líp- arítkvikan, sem myndast hefur við bræðsluna, leitar svo upp um miðjan basaltganginn, sem enn er aðeins hálfstorkinn, og klýfur hann. Sífellt aðstreymi basaltkviku hitar upp meira og meira af líparíti sem að áliti höf- unda skýrir hvers vegna þykkt líparít- hlutans í samsettum göngum er óháð þykkt basalthlutanna við jaðrana. Til- gáta höfundanna er ekki sérstaklega miðuð við samsetta ganginn á Streitis- hvarfi, en á auðvitað að skýra myndun hans líka, enda höfðu sumir höfund- anna kannað þann gang allvel (Gibson o.fi. 1966, Walker 1966). UMRÆÐA Varðandi tilgátu Guppy og Hawkes (1925), þá tel ég hana í meginatriðum rétta. Rökin fyrir því að gangurinn hafi myndast í láréttu flæði úr norðri eru þó veik. Gangurinn þykknar til suðurs, einkum basalthlutarnir, og að því gefnu að fjaðureiginleikar grann- bergsins hafi verið svipaðir meðfram ganginum alla leið, þá bendir aukin breidd gangsins til meiri yfirþrýstings kvikunnar. Þar sem yfirþrýstingur kviku í láréttu flæði vex að öllu jöfnu í átt að upptökum hennar, ættu upptök gangsins fremur að vera í suðri en norðri, svo framarlega sem hann myndaðist í láréttu flæði. Ekki er þó Ijóst að gangurinn í heild hafi myndast í láréttu kvikuflæði; sveiging stuðlanna í líparítinu upp vísar til þess að það hafi flætt lóðrétt. Hugmynd Blake o.fl. (1966) um myndun líparítkvikunnar við upphitun og bræðslu af völdum basaltkvikunnar getur varla átt við um samsetta ganginn á Streitishvarfi. í fyrsta lagi er varmaleiðni í bergi léleg og því ósenni- legt að veruleg upphitun verði langt frá basaltganginum sem skera á líparít- ið og hita það. í öðru lagi benda reikn- ingar ekki til þess að um verulega bræðslu á líparítinu gæti orðið að ræða; í hæsta lagi gæti sú bræðsla orðið rétt við basaltganginn og þá einkum á þeim steindum í líparítinu sem hefðu lægst bræðslumark (Jaeger 1959). Við því væri því að búast að samsetning þeirrar kviku sem þannig myndaðist yrði nokkuð önnur en líparítsins sem hún bráðnaði úr. Þeir reikningar sem Jaeger hefur gert sýna að hitastig grannbergsins rétt við mót þess og gangsins er yfirleitt nokkur hundruð gráðum lægra en hitastig kvikunnar í ganginum, og að upphitun grannbergs- ins minnkar mjög ört með vaxandi fjarlægð frá ganginum (Jaeger 1959 s. 46—47). Reikningar af þessu tagi byggja að vísu á ýmsum nálgunum og forsendum sem eru mismunandi áreið- anlegar, en engu að síður verður að telja ósennilegt að veruleg bræðsla á grannbergi geti orðið af völdum gangs. Sú niðurstaða er í samræmi við athug- anir mínar og annarra sem sýna að hitaummyndun grannbergs við ganga 144
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.