Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 51

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 51
10. mynd. Gangurinn á toppi Lambafells. Hér er gangurinn eingöngu úr líparíti og er um 35 m þykkur. — The composite dyke at the top ofthe mountain Lambafell. Here rhyolite forms the whole of the dyke and its thickness is about 35 m. er almennt lítil (Leó Kristjánsson 1970, Ágúst Guðmundsson 1983). í þriðja lagi stenst tilgáta Blake og félaga ekki að því er varðar samsetta ganginn á Streitishvarfi vegna þess að þar ná basalthlutar gangsins ekki jafn hátt og líparíthlutinn. Forsenda tilgátu Blake og félaga er sú að basaltgangur- inn sé gosgangur, þannig að kvikan flæði um hann í langan tíma (vikur eða mánuði), og gangurinn nái þannig að hita verulega út frá sér (sem þó er ósennilegt, eins og vikið var að hér á undan). Þar sem basalthlutarnir fylgja líparítinu ekki nema upp að sillunni í Hökulvíkurgili er ljóst að þeir hafa ekki náð yfirborði þess tíma, og upp- runalegi basaltgangurinn (sem síðar klofnaði er líparítið tróðst inn) getur því ekki hafa verið gosgangur. NIÐURSTÖÐUR Meginatriðin í myndun san setta gangsins á Streitishvarfi tel ég þessi: 1) Líparítkvika er til staðar í kviku- hólfi. Þótt hún nái annað slagið þeim yfirþrýstingi sem þarf til að brjótast út úr hólfinu, þá kólnar hún mjög hratt eftir að hún yfirgefur kvikuhólfið og seigja hennar vex það mikið að hún stöðvast. Líparítgangar eiga því erfitt með að komast langt frá kvikuhólfi í kaldri skorpunni. 2) Inn í topp kvikuhólfsins kemur basaltkvika í láréttu flæði og myndar gang. Inn í þennan basaltgang miðjan treðst síðan líparítkvikan og á þá möguleika á að ná mun ofar í skorp- una, jafnvel upp á yfirborð. Basalt- gangurinn auðveldar líparítkvikunni flæðið aðallega á tvennan hátt. í fyrsta 145

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.