Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 52
lagi er togstyrkurinn um hálfbráðinn
basaltganginn nánast enginn, þannig
að líparítkvikan þarf ekki að yfirvinna
neinn togstyrk. í öðru lagi einangra
heitir basalthlutarnir líparítkvikuna
frá köldu gninnberginu. Það er vel
þekkt að varmi leitar jafnan frá heitari
stað til kaldari og þess vegna leitar
varminn úr basalthlutunum yfir í lípar-
ítið (því basaltkvikan er nokkur
hundruð gráðum heitari en líparítkvik-
an.) Af þessu leiðir að líparítkvikan
fremur hitnar en kólnar á leið sinni
eftir basaltganginum, sem aftur
minnkar seigju líparítkvikunnar og
auðveldar henni flæðið.
3) Basalthnyðlingarnir í líparítinu
eru komnir úr basaltganginum sem líp-
arítið klauf, sennilega mest úr þeim
hluta hans sem næstur var kvikuhólf-
inu. Þar hefur basaltgangurinn verið
heitastur þegar líparítið tróðst inn, og
því lítt storknaður — sem'skýrir hvers
vegna hnyðlingarnir eru víða ávalir.
Nálægt kvikuhólfinu hefur spennu-
ástand bergsins og fjaðureiginleikar
þess verið þannig að hagkvæmt var
fyrir líparítkvikuna að taka upp miðj-
una úr basaltganginum. Ofar í skorp-
unni er ástandið hins vegar þannig að
slík upptaka er óþörf og mun léttara
fyrir líparítkvikuna að þrýsta basalt-
hlutunum bara í sundur. Enda er bas-
altgangurinn þar orðinn kaldari og því
erfiðara fyrir líparítkvikuna að taka
upp hluta hans. Köntóttu hnyðling-
ana, svo sem í Hökulvíkurgili, hefur
líparítkvikan þó trúlega tekið upp
nokkuð ofarlega í skorpunni.
4) Líparítkvikan í samsetta gangin-
um flæddi upp í gegnum allan basalt-
ganginn, og hélt síðan áfram nokkuð
eftir að basaltgangurinn endaði. En
seigja líparítsins hefur vaxið mjög
hratt eftir að hún hætti að njóta vernd-
ar heitra basalthlutanna, og því hefur
hún þanist út og stöðvast. Ekki er ljóst
hvort líparítkvikan náði yfirborði en
sú staðreynd að lítið er um blöðrur í
efsta hluta líparítsins á Lambafelli
bendir til þess að svo hafi ekki verið.
ÞAKKIR
Ég þakka Vísindasjóði fyrir styrk til rann-
sóknar á göngum á Austfjörðum.
HEIMILDIR
Ágúst Guðmundsson. 1983. Form and
dimensions of dykes in eastern Iceland.
— Tectonophysics. 95: 295—307.
Blake, D.H., R.W.D. Elwell, I.L. Gib-
son, R.R. Skelhorn & G.P.L. Walker.
1965. Some relationships resulting from
the intimate association of acid and bas-
icmagma. — O..L geol. Soc. Lond. 121:
31-49.
Daly, R.A. 1933. Igneous rocks and the
depths of the earth. - McGraw-LIill.
New York, 598 bls.
Gibson, I.L.. D.J.J. Kinsman & G.P.L.
Walker. 1966. Geology of the Fá-
skrúðsfjörður area, eastern Iceland. -
Vísindafélag ísl. Greinar IV. 2: 1-52.
Gunn, B.M. & N.D. Watkins. 1969. The
petrochemical effect of the simul-
taneous cooling of adjoining basaltic
and rhyolitic magmas. - Geochim.
Cosmochim. Acta 33: 341—356.
Guppy, E.M. & L. Hawkes. 1925. A coni-
posite dyke from eastern Iceland. -
Q.J. geol. Soc. Lond. 81: 325—341.
Haraldur Sigurðsson. 1966. Geology of the
Setberg area, Snæfellsnes, western Ice-
land. - Vísindafélag Isl., Greinar IV.
2:53-125.
Helgi Torfason. 1979. Investigations into
the structure of south-eastern Iceland.
— Doktorsritgerð, University of Liver-
pool, 587 bls.
Hjalti Franzson. 1978. Structure and
petrochemistry of the Hafnarfjall-
Skarðsheiði central volcano and the
surrounding basalt succession, W-lce-
land. - Doktorsritgerð, University of
Edinburgh, 264 bls.
146