Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 55
Sveinn P. Jakobsson:
/
Islenskar bergtegundir
Dasít (rýódasít)
LÝSING
Dasít (rýódasít) er meðal þeirra
bergtegunda, sem kallaðar hafa verið
súrar bergtegundir, vegna þess hversu
hátt kísilhlutfall (Si02) þeirra er. Kísil-
hlutfall dasíts er hærra en í ísúru berg-
tegundunum sem um var fjallað í síð-
asta þætti (Sveinn P. Jakobsson 1985).
Dasít er fremur sjaldgæf bergtegund.
Það fylgir nokkuð rýólíti (líparíti) í
dreifingu, þótt rýólít sé mun algengara
hér á landi.
Dasít er ljósgrá bergtegund. Bergið
er oft mjög glerkennt og svart á yfir-
borði hrauna og á jöðrum innskota þar
sem kólnun bergkvikunnar hefur verið
hröð, og kallast það þá biksteinn eða
hrafntinna. Við ummyndun af völdum
jarðhita verður það ljósgrá-gult eða
ljósbrúnt. Dasít er mjög fínkorna, díl-
ar sjást þó stundum með berum aug-
um, en grunnmassinn á milli kornanna
er að mestu gler. Súr bergkvika eins
og dasít er mjög seigfljótandi, og dasít-
hraun geta því orðið tugir metra á
þykkt. Straumflögun bergsins er yfir-
leitt áberandi.
Innskot í Króksfjarðareldstöðinni
við Breiðafjörð skal hér tekið sem
dæmi um dasít-bergmyndun. Króks-
fjarðareldstöðin var virk fyrir um 10
milljón árum síðan, eða á seinni hluta
tertíertímans. Þessi eldstöð hefur ver-
ið rannsökuð allvel (Hald og fl. 1971)
og nær hún frá Garpdalsfjalli að Hof-
staðahálsi milli Þorskafjarðar og Beru-
fjarðar. Þarna hafa myndast helstu
bergtegundir þóleiísku bergraðarinn-
ar, þó er lítið af rýólíti. Allmikið ber á
dasít-bergstöndum, sem upprunalega
hafa myndast á litlu dýpi, og líkjast því
hraunum að ýmsu leyti. Þeir helstu eru
þrír: í Kambi suðvestan í Kambsfjalli,
Valshamar, og Strýta milli Gautsdals
og Bakkadals. Þeir tveir síðastnefndu
eru um 75 — 100 m á hæð. Bergsýnið er
tekið framan í Kambi, suðvestan í
Kambsfjalli. Þar er áberandi mikið af
grabbróhnyðlingum í berginu.
Tafla I sýnir efnasamsetningu bergs-
ins (Pedersen og Hald 1982). Sé hún
borin saman við efnasamsetningu
ísúra bergsins í þóleiísku röðinni
(Sveinn P. Jakobsson 1985) sést að
hiutfall Si02 í dasítinu er hærra, en
Ti02, FeO og MgO lægra.
Þessar steintegundir hafa fundist:
Dílar eru plagíóklas, kvars, horn-
blendi, kummingtónít, ágít, ortó-
pyroxen, magnetít, ilmenít, bíótít,
apatít og sirkón.
Grunnmassinn er gler með svipaðri
samsetningu og rýólít, víða má þar
sjá örsmáa kristalla sem ekki verða
greindir til tegundar. Á 1. nrynd er
sýnd smásjárteikning af berginu.
Hér vekur athygli að dílategundir
Náttúrufræöingurinn 54 (3—4), bls. 149—153, 1985
149