Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 57

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 57
2. mynd. íslandskort, er sýnir þá fundarstaði dasíts (svartir punktar) sem vitað er um með vissu. Á kortinu eru einnig sýndar jarðmyndanir frá yngri pleistósentíma-nútíma (skyggt), - og er þar greint á milli þóleiíska beltisins (dökkt skyggt) og alkalísku beltanna (ljós-skyggt). Jarðmyndanir frá Plíó-pleistósen eru skástrikaðar og myndanir frá tertíer óskyggðar. — Map of lceland showing known localities of dacite (black dots); formations ofyoung Pleistocene and Recent age (shaded), Plio-Pleistocene formations (oblique lines) and Tertiary formations (white). eru þó nauðsynlegar til að skera úr um þetta. Önnur bergtegundanöfn hafa einnig verið notuð um svipað berg og hér er lýst. í lýsingu sinni á Setbergseldstöð- inni á Snæfellsnesi kallar Haraldur Sig- urðsson (1970) það gosberg „rýódasít" sem hefir hlutfall Si02 á bilinu 68.5 — 72.5%, en fínkorna gangberg með svipaða efnasamsetningu kallar hann „felsít“. Heldur hefur dregið úr notk- un þessara tveggja tegundanafna. Þess skal getið hér að allajafna er notað sama tegundaheiti um gosberg (hraun og gjósku) og fínkorna innskotsberg (bergganga og bergstanda), en annað tegundaheiti um djúpinnskotsberg með sömu efnasamsetningu. Sem dæmi skulu nefnd íslandít (hraun og gangar) — díórít (djúpberg), dasít (hraun, gangar) — granódíórít (djúp- berg), og rýólít (hraun. gangar) - granít (djúpberg). Að ytra útliti greinist dasít frá ís- landíti á því, að það er yfirleitt mun ljósara (ljósgrátt) nema þar sem hröð kæling hefur átt sér stað og biksteinn myndast. Auðveldara er að þekkja ummyndað dasít frá íslandíti, þar sem dasítið lýsist og verður Ijósgrágult eða 151

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.