Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 58

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 58
ljósbrúnt, en íslandítið dökknar yfir- leitt við ummyndun. Örðugra er að þekkja dasít og rýólít í sundur, en nánar verður fjallað um það í næsta bergtegundaþætti. Nafnið dasít var fyrst notað um súrt berg sem víða er að finna í Sieben- búrgen í Ungverjalandi, en rómverjar nefndu þetta landsvæði Dacia. ÚTBREIÐSLA OG UPPRUNI Útbreiðsla dasíts er tengd megineld- stöðvum. Það hefur fundist með vissu í 20 megineldstöðvunum, sjá 2. mynd, ýmist sem hraun, gjóska eða grunn innskot. Helstu heimilda um dasít er getið í heimildalista. í Öskjugosinu 1875 mynduðust tvö lítil dasíthraun, norðaustan og suðvestan við Öskju- vatn (Guðmundur Sigvaldason 1979). Þetta er eina dasítgosið sem kunnugt er um á nútíma. Dasít virðist nokkuð algengt í sumum megineldstöðvum frá tertíer-kvarter, eins og Kerlinga- fjöllum (Karl Grönvold 1972), Reykjadalseldstöðinni í Miðdölum (Haukur Jóhannesson 1975) Króks- fjarðareldstöðinni, og Setbergseld- stöðinni (Haraldur Sigurðsson 1970). í öðrum megineldstöðvum virðist dasít vanta alveg þótt vel hafi verið leitað, og rýólít sé þar til staðar. Erfitt er að segja til urn hversu mikið dasít hafi myndast hér á landi síðan land reis úr sjó, lauslega áætlað er það 1-3% af rúmmáli storkubergs á Islandi. Uppruna dasíts, líkt og rýólíts, er leitað í jarðskorpunni, þ. e. á nokkurra km dýpi. Er þá talið að það geti ann- aðhvort myndast við hlutkristöllun á íslandíti í kvikuþróm á t. d. 2—5 kíló- metra dýpi, eða við blöndun á íslandíti og rýólíti. Einnig er hugsanlegt að það myndist við hlutbráðnun á basalti í jarðskorpunni eða jafnvel efst í möttl- inum. ÞAKKIR Grétari ívarssyni og Ómari B. Smára- syni eru færðar þakkir fyrir upplýsingar um bergganga á Vatnsnesi, og Árnesmegineld- stöðina á Ströndum. HEIMILDIR Carmichael, I.S.E. 1964. The petrology of Thingmúli, a Tertiary volcano in east- ern Iceland. — Journ. Petrol 5: 435 — 460. Guðmundur E. Sigvaldason. 1979. Rif- ting, magmatic activity and interaction between acid and basic liquids. The 1875 Askja eruption in Iceland. — Nor- ræna Eldfjallastöðin, Fjölrit 7903: 43 bls. Hald, N., A. Noe-Nygaard & A.K. Pedersen. 1971. The Króksfjörður cen- tral volcano in north-west Iceland. — Acta naturalia Islandica II, 10: 28 bls. Haraldur Sigurðsson. 1970. The petrology and chemistry of the Setberg volcanic region and the intermediate and acid rocks of Iceland. — Óbirt doktors- ritgerð, Durhamháskóli: 321 bls. Haukur Jóhannesson. 1975. Structure and petrochemistry of the Reykjadalur cen- tral volcano and the surrounding areas, midwest Iceland. — Óbirt doktors- ritgerð, Durhamháskóli: 273 bls. Hawkes, L. 1924. Olivine-dacite in the Tertiary volcanic series of eastern Ice- land: the Rauthaskritha (Hamars- fjord). — Ouart. J. Geol. Soc. London, 80: 549-567. Hjalti Franzson. 1978. Structure and pet- rochemistry of the Hafnarfjall - Skardsheidi central volcano and the surrounding basalt succession, W-Ice- land. — Óbirt doktorsritgerð, Edin- borgarháskóli: 264 bls. Karl Grönvold. 1972. Structural and pet- rochemical studies in the Kerlingarfjöll region, cental Iceland. — Óbirt dokt- orsritgerð, Oxfordháskóli: 237 bls. 152

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.