Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 60

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 60
Árið 1975 átti ég leið eftir gamla Hólssandsveginum á Hólsfjöllum í Norður-Þingeyjarsýslu. Vegur þessi liggur talsvert austar en núverandi þjóðvegur og var lagður af á sjötta áratugnum. Einbúaflatir á Hólsselsmelum eru þrem kílómetrum norðan við Hólssel, sem er eitt fárra býla enn í byggð á Hólsfjöllum. Flat- irnar eru foksandsgrundir með vallendis- gróðri. Þar stendur víða vatn uppi og lygn og breiður lækur rennur þar í stórum sveig þegar jarðvatn stendur liátt, en í þurrum árum er þar ekki dropa að finna. Við gamla veginn er lítill hóll, sem heitir Einbúi, um 5 m hár yfir jafnsléttu. Þótt hann sé ekki mikilfenglegri en foksands- hólarnir í kring er hann ljóslega annarrar gerðar. Það hafa vegagerðarntenn einnig séð og notað úr honunt efni til ofaníburð- ar. Sem betur fer voru vegavinnuverkfærin ekki stórkarlaleg í þá daga og sér því ekki mikið á hólnunt, miðað við hve efnið í honurn hentaði vel í vegagerðina. Þótt ekki sé mikil hætta á jarðraski þarna nú- orðið, er sjálfsagt að lialda verndarhendi yfir Einbúa, því hann er ekki miklu meira en ein skóflufylli í stærstu jarðvinnutæki nútímans. Einbúi er sem sagt úr brunagjalli, reglu- legur gíghól, þó án gígskálar. Það má því ætla að ekki hafi gosið þarna með neinu offorsi. Gjallið er smádílótt af plagíóklasi. Ekki er að sjá að neitt hraun hafi runnið frá eldstöðinni, en það gæti þó verið hulið sandi og jarðvegi. Ekki eru minjar um gosið í Einbúa þekktar með vissu úr jarðvegssniðum. Þó má leiða líkur að því að gjallsteinadreif sem finnst á melunum austan við Einbúa- flatir sé kornin frá þessu gosi. Þar fundust steinar sem lágu örugglega ofan á ljósa öskulaginu frá Heklu (H3) sem er um 3100 ára gamalt. Fjallagjá á Mývatnsöræfum stefnir beint á Einbúa. Hrossaborg, sem er mun kunn- ari gígur skammt sunnan hringvegarins og rétt vestan Jökulsár á Fjöllum, er einnig á sömu línu. Þetta ntun vera yngsti eldgígur á austasta sprungubeltinu í gosbeltinu á Norðurlandi. Á myndinni hér að ofan er Einbúi á Ein- búaflötum. Horft er til norðvesturs og í baksýn til vinstri sér í Jörund á Mývatnsör- æfum (ljósm. Oddur Sigurðsson, 17. júlí 1975). Oddur Sigurðsson Orkustofnun Náttúrufræðingurinn 54 (3-4). bls. 154. 1985 154
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.