Náttúrufræðingurinn - 1985, Qupperneq 60
Árið 1975 átti ég leið eftir gamla
Hólssandsveginum á Hólsfjöllum í
Norður-Þingeyjarsýslu. Vegur þessi liggur
talsvert austar en núverandi þjóðvegur og
var lagður af á sjötta áratugnum.
Einbúaflatir á Hólsselsmelum eru þrem
kílómetrum norðan við Hólssel, sem er eitt
fárra býla enn í byggð á Hólsfjöllum. Flat-
irnar eru foksandsgrundir með vallendis-
gróðri. Þar stendur víða vatn uppi og lygn
og breiður lækur rennur þar í stórum sveig
þegar jarðvatn stendur liátt, en í þurrum
árum er þar ekki dropa að finna.
Við gamla veginn er lítill hóll, sem heitir
Einbúi, um 5 m hár yfir jafnsléttu. Þótt
hann sé ekki mikilfenglegri en foksands-
hólarnir í kring er hann ljóslega annarrar
gerðar. Það hafa vegagerðarntenn einnig
séð og notað úr honunt efni til ofaníburð-
ar. Sem betur fer voru vegavinnuverkfærin
ekki stórkarlaleg í þá daga og sér því ekki
mikið á hólnunt, miðað við hve efnið í
honurn hentaði vel í vegagerðina. Þótt
ekki sé mikil hætta á jarðraski þarna nú-
orðið, er sjálfsagt að lialda verndarhendi
yfir Einbúa, því hann er ekki miklu meira
en ein skóflufylli í stærstu jarðvinnutæki
nútímans.
Einbúi er sem sagt úr brunagjalli, reglu-
legur gíghól, þó án gígskálar. Það má því
ætla að ekki hafi gosið þarna með neinu
offorsi. Gjallið er smádílótt af plagíóklasi.
Ekki er að sjá að neitt hraun hafi runnið
frá eldstöðinni, en það gæti þó verið hulið
sandi og jarðvegi.
Ekki eru minjar um gosið í Einbúa
þekktar með vissu úr jarðvegssniðum. Þó
má leiða líkur að því að gjallsteinadreif
sem finnst á melunum austan við Einbúa-
flatir sé kornin frá þessu gosi. Þar fundust
steinar sem lágu örugglega ofan á ljósa
öskulaginu frá Heklu (H3) sem er um 3100
ára gamalt.
Fjallagjá á Mývatnsöræfum stefnir beint
á Einbúa. Hrossaborg, sem er mun kunn-
ari gígur skammt sunnan hringvegarins og
rétt vestan Jökulsár á Fjöllum, er einnig á
sömu línu. Þetta ntun vera yngsti eldgígur
á austasta sprungubeltinu í gosbeltinu á
Norðurlandi.
Á myndinni hér að ofan er Einbúi á Ein-
búaflötum. Horft er til norðvesturs og í
baksýn til vinstri sér í Jörund á Mývatnsör-
æfum (ljósm. Oddur Sigurðsson, 17. júlí
1975).
Oddur Sigurðsson
Orkustofnun
Náttúrufræðingurinn 54 (3-4). bls. 154. 1985
154