Náttúrufræðingurinn - 1985, Síða 61
Guðmundur Jónsson:
Hugleiðingar um eldgos í
Skaftafellssýslu
Dagana 12. —14. ágúst 1983 var ég
þátttakandi í ferð að Lakagígum á veg-
um Hins íslenska náttúrufræðifélags.
Var dvalist tvær nætur í Varmárdal
austan við hraunbrúnina.
Þar við rætur Varmárfells eru þykk-
ar jarðvegstorfur, sem eru sundur
skornar af lækjum. Þar konta fram
mörg ösku- og vikurlög, og vakti eitt
þeirra athygli mína sérstaklega. Var
það svart vikurlag um 10 cm á þykkt.
Skammt fyrir neðan það var þykkt
gráleitt sandlag, sem líklega er efri
hluti „landnámslagsins“ svonefnda, en
ofar sést hvítt öskulag úr Öræfajökli
1362, og einnig sást örlítill vottur af
hvítu lagi, líklega frá Heklu 1104.
Þorleifur Einarsson, jarðfræðingur
athugaði þessi lög og taldi svarta vik-
urlagið vera komið úr Eldgjá, sem
hefði gosið ntiklu gosi um árið 935.
Ég var ekki alveg sáttur við þessa
skýringu. Vikurlagið er að vísu örugg-
lega fra 10. öld, en afstaða þess til
annarra þekktra öskulaga bendir ein-
dregið til, að það sé frá síðari hluta
aldarinnar. Þess vegna vil ég leita að
betri skýringu.
Jarðfræðingar eru sammála um, að
víðáttumikil hraun í Vestur-Skafta-
fellssýslu séu frá Eldgjá runnin, en þá
greinir á um aldur þeirra. Jón Jónsson
telur þau um 5200 ára, en aðrir jarð-
fræðingar álíta hraunin rúmlega 1000
ára eða frá 935.
Eldgjárhraunin eru auðþekkt frá
öðrum hraunum, eins og Jón Jónsson
lýsir í grein í Náttúrufrœðingnum
(1978 bls. 217):
„Eldgjárhraunið er gjörólíkt
hraununum af Skaftársvæðinu, þ. e.
svæðinu austan Fögrufjalla og milli
þeirra og Galta, Varmárfells,
Blængs að austan. Raunar er það
gerólíkt og auðþekkt frá öllum
hraunum austan Skaftár, sem og
hraununum á Veiðivatna- og Heklu-
svæðinu.
Af þessum sökum tala ég hér eftir
um hraunin á Mýrdalssandi og í
Álftaveri ásamt Landbrotshrauninu
sem Eldgjárhraun. Styð ég þetta við
athuganir á fjölda sýna úr hraunun-
um á Mýrdalssandi, Álftaveri,
Landbroti og úr Eldgjá sjálfri."
í sömu grein kemur fram, að Jón
Jónsson telur nafnið á Eldgjá fornt en
ekki gefið af Þorvaldi Thoroddsen.
Það er vísbending í þá átt, að Eldgjá
hafi gosið á sögulegum tíma.
Guðrún Larsen skrifar um aldur
Eldgjárhrauna í Náttúrufrœðingnum
1979 (bls. 1 — 26) og á bls. 7 segir
m. a.:
„l)r þeim hluta gossprungunnar,
sent í daglegu tali kallast Eldgjá,
kom bæði lnaun og gjóska. Eldgjár-
gjóskan barst til suð-suðvesturs og
myndar mikið gjóskulag, kallað E-l.
Það er einnig jafngamalt hrauninu í
Náttúrufræöingurinn 54 (3-4). bls. 155-158. 1985
155