Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 62

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 62
farvegi Syðri-Ófæru, samkvæmt því hefur gossprungan milli Svarta- hnúksfjalla og Gjátinds verið virk í einu. Næst upptökunum er gjóskulagið 1—2 m á þykkt, kolsvart, gróft og yfirleitt gjallkennt. Hægt er að fylgja því óslitið frá Eldgjá um alla Skaftártunguna suður að Hólmsá. Ekki hefur tekist að rekja E-1 á Alftavershrauninu, sbr. þykktar- kortið. Erfitt er að skýra útbreiðslu E-1 til norðausturs með öðru en því að Eldgjárgossprungan haldi áfram norðaustan við Uxatinda eins og Björn Jónasson jarðfræðingur (1974) gerir ráð fyrir í ritgerð sinni um þetta svæði.“ Þetta bendir til þess að svarti vik- urinn í Varmárdal hafi komið úr gossprungu norðaustan við Eldgjá frekar en Eldgjá sjálfri, en gosið hafi samtímis á báðum stöðum. Ekki þarf að draga í efa, að Eldgjá gaus stóru gosi á 10. öld. Gjóskan og önnur verksummerki á gosstað sanna það. En hvar er þá hraunið? Hvert gat meginhluti þess runnið annað en niður farveg Skaftár og eytt byggð landsvæði eins og Landnáma gefur vísbendingu- um? Þar með er þó ekki rétt að full- yrða, að öll Eldgjárhraunin séu frá þeim sama tíma, því að vel má vera, að misgömul hraun frá sömu eldstöð hafi líka eða eins efnasamsetningu. Þess vegna er rétt að fara mjög var- lega í að véfengja þá skoðun Jóns Jónssonar, að Landbrotshraun sé um 5200 ára gamalt. Guðrún Larsen at- hugaði nokkur jarðvegssnið ofan á Landbrotshrauninu, en fann þar hvergi landnámslagið. Eitt sniðið at- hugaði hún við Þykkvabæ II. Neðsta gjóskulagið þar var dreif af smáurn hvítum vikurkornum. Um það segir Guðrún: „Efnagreining á vikrinum bendir eindregið til Heklu og samkvænrt því er þetta lag frá 1104. Undir því eru 32 cm af fokblönduðum jarðvegi og síðan gjallkarginn á Landbrots- hrauninu." Þessi orð má íhuga nánar. Þarna kemur fram, að um 1100 er hraunið orðið gróið þunnum jarðvegi, sem er að þykkna vegna áfoks. En hvaðan kom þetta áfok? Skýringin felst kannski í nafninu „Landbrot". Sam- kvæmt orðabók Menningarsjóðs merkir það: 1 landskemmd af völdum vatns, uppblástur. 2 vin, gróðurreitur í auðn. Samkvæmt þessu er freistandi að setja fram þá tilgátu, að Landbrots- hraun hafi verið að blása upp á land- námsöld, og þess vegna finnst land- námslagið þar ekki, en hraunið fer svo að gróa upp á 11. öld. Það kemur þó fram hjá Guðrúnu Larsen, að þykkur jarðvegur finnst á Landbrotshrauninu: „Þar sem þykkur jarðvegur finnst inni á Landbrotshrauninu virðist urn staðbundna þykknun að ræða.“ Athugaði hún t. d. rofabarð hjá Ytra-Hrauni, þar sem jarðvegsþykktin er a. m. k. 4 m. Má teljast líklegt, að þar sé landið að blása upp í annað skipti. I haughúsgrunni á Þykkvabæjar- klaustri fann Guðrún Larsen hraun, sem ekki getur verið yngra en 2500 ára, en ekkert kemur fram um upp- runa þess. Þetta ætti þó allt að skýrast með meiri rannsóknum. Sigurður Þórarinsson ræddi um aldur Landbrotshrauns í grein um Bjarnagarð í Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 1981. Vitnar hann fyrst í rannsóknir Guðrúnar Larsen og segir síðan á bls. 33 — 34: 156

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.