Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Síða 64

Náttúrufræðingurinn - 1985, Síða 64
einnig Fúlilækur vegna brennisteins- fýlu, sem af henni leggur. Hafi gos orðið í jöklinum nálægt upptökum hennar, má ætla, að mikið magn brennisteins hafi borist upp í andrúms- loftið og síðan náð að falla á Græn- landsjökul og myndað þar leiðni, ein- mitt um árið 934. En hvenær gaus Eldgjá, ef það var ekki árið 934 heldur á síðari hluta aldrinnar? Þó að Landbrotshraunið sé dregið undan, verður Eldgjárgosið samt næstmesta gos á sögulegum tíma á íslandi. Skaftáreldarnir ollu miklu hallæri í landinu, bæði beint og óbeint. Til þess að eldgos valdi miklu hallæri þurfa e. t. v. mörg samverkandi atriði að leggjast á eitt. En er þá vitneskja um, að rnikið hallæri hafi orðið í landinu síðari hluta 10. aldar? Jú, reyndar eru til heimildir um eitt hallæri á þeim tíma. Svo segir í Skarðsárbók. (íslend- ingabók og Landnámsbók 1891, bls. 228): „Óaldar vetr varð mikill á íslandi í heiðni, í þann tíma er Haraldur kon- ungr gráfeldr féll, enn Hákon jarl tók ríki í Noregi, sá hefir mestr verit á íslandi, þá átu menn hrafna ok melrakka, ok mörg óátan ill var etin, enn sumir létu drepa gamal- menni ok ómaga, ok hrinda fyrir hanrra, þá sultu nrargir menn til bana, en sumir lögðust út at stela, ok urðu fyrir þat sekir ok drepnir, þá végust skógarmenn sjálfir, því at þá var lögtekit at ráði Eyjólfs Val- gerðarsonar, at hverr frelsti sig sá er þrjá dræpi seka.“ Þessarar óaldar er einnig getið í ann- álum við árið 975, svo að heimildirnar ættu að vera traustar. Er nú fróðlegt að vita, hvort merki um gos finnist í Grænlandsjökli frá þeim tíma. Markús Loftsson telur fyrsta gos Kötlu hafa orðið 894. Það er mjög nálægt þeim tíma, sem landnámslagið féll, og gjóskurannsóknir geta e. t. v. svarað því, hvort Katla hefur gosið á þessum tíma. Því verður trúlega ekki svarað, hvernig þessi gossaga er til komin, en hún er á þessa leið (bls. 10-11): „í þessu gosi hefir eyðilagst allt það graslendi, sem var á milli Hafurs- eyjar og Hólmsár upp undir jökul og suður að svokallaðri Skálm, sem rennur fyrir norðan byggðina í Alftaveri. Hefir þetta svæði aldrei verið byggt síðan. - Þeir bæir, sem af hafa farið í þessu hlaupi, eru áð- urnefndir Dynskógar, þar að auki Hraunstaðir, Keldur, Loðinsvíkur, Laufskálar og Atlaey. Haldast þessi örnefni enn í dag. Að bæir hafi stað- ið á þessum stöðum sézt af því, að þegar Einar og Hákon, fyrrnefndir sýslumenn, fundu eirketilinn í Dyn- skógum, þá létu þeir leita þar, sem hérnefndir bæir höfðu staðið, og fundu þar marka fyrir húsatóftum og fleiru af mannaverkum, en ekk- ert fémætt. — Ekki vita menn hvað lengi þetta gos hefir staðið eða hverjar afleiðingar af því urðu, framar en hér segir.“ Guðmundur Jónsson Kópsvatni Rangárvallasýslu. 158
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.