Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 66

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 66
TEMPtHATURECC)- MITASTIG 1. mynd. Sýnishorn af hitamælingum sunnanmegin í Esju, í maí 1980. — Example of temperature measurements, south facing face, Esja, May 1980. vegna sólargeislunar leiddi til þess að hiti fór allt að 11,5°C upp fyrir lofthita (kl 13:00, 1980.05.08). Hinsvegar olli kæling vegna útgeislunar því, að lág- markshiti við bergflötinn (-8,3°C og -8,8°C) var fyrir neðan lofthitann (-5,6°C og -6,8°C) meðan frosttíma- bilin tvö stóðu yfir. Þessar mælingar sýna greinilega, að þegar réttar að- stæður eru fyrir hendi (þ.e. heiðskír himinn), þá er bergflatarhitinn breyti- legri og þær breytingar stærri en loft- hitabreytingar á sama tíma. Kæling bergflatanna meðan á fryst- ingu stóð var u.þ.b. tvisvar sinnum hraðari en kæling loftsins (0,638°C/ klst., 0,765°C/klst. og 0,331°C/klst.). Þetta undirstrikar mikilvægi hita- stigsins umhverfis bergfletina. í þessari athugun virtist hitastig í sprungunum yfirleitt fylgja bergflatar- hitanum. Þetta er sérstaklega áberandi á fyrsta frosttímabilinu (1. mynd), þegar sprunguhiti og bergflatarhiti lækka samtímis niður fyrir 0°C. Kæl- ingarhraði í sprungunni (0,513°C/klst.) var minni en á bergfletinum, en meiri en í loftinu. Lágmarkshitinn í sprung- unni (-5,9°C) var enn fremur aðeins lægri en lágmarkslofthitinn, en ekki eins lágur og lágmarkshiti bergflatar- ins (-8,3°C). Svipað samband hélst næsta frosttímabil, þó ekki alveg eins greinilegt. Bæði við upphaf og lok þessarar lotu (kl 18:00) var sprungu- hitinn hærri en lofthitinn, en fór þó ekki yfir 0°C eins og bergflatarhitinn (þó hugsanlegt sé að það hafi gerst 160

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.