Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 67

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 67
2. mynd. Smásprungur í basalti séðar með rafeindasmásjá (SEM). Mælikvarði í /xm er sýndur neðst. - Microfractures in basalt, under the scanning electron microscope. Scale in (nm at bottom. eftir lok mælinganna). Sprunguhiti fór aldrei niður fyrir lofthita á meðan frostið varði. Skýringin gæti verið sú að bergflatarhitinn lækkaði ekki nógu mikið rniðað við lofthitann. Bergflat- arhiti var hér 2°C lægri en lofthiti, en á fyrra frosttímabilinu var hann 2,7°C lægri. Eins og áður var kælingarhrað- inn meiri í sprungunni en í loftinu (0,454°C/klst.). Mælingar þessar gefa til kynna að hitastig í svona sprungu sé nánar tengt berghita heldur en lofthita. Eins og áður var sagt hefur lofthiti oft verið notaður sem mælikvarði á niðurbrot bergs í tilteknu loftslagi. Tölurnar hér að ofan sýna hinsvegar að í raun er lofthiti frekar ónákvæmur mælikvarði fyrir berghita og gefur litlar upplýsing- ar um hvernig frostveðrun virkar. TILRAUNIR Ef hið svokallaða frost-þíðu ferli á að bera árangur, verður vatnið að geta frosið í berginu; sprungur og holur eru líklegustu staðirnir fyrir vatn til að safnast fyrir í. í basalti eru sprungur líklegasti staðurinn og þær geta verið mjög mismunandi á breidd, frá smá- sprungum (2. mynd) til misfella (“jo- ints“) (3. mynd). Sýnt hefur verið fram á það í tilraunastofu að vatn í sandsteini frýs ekki við 0°C heldur við 161

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.