Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 72
Tafla I. Hlaup i Fjöllum. í Jökulsá á Fjöllum. — Sudden outburst of water in the river Jökulsá á
Ár Athugasemd
Year Comment
1477? Hlaup á dögum Finnboga lögmanns Jónssonar. (Jarðabók Á.M.).
1655 Hlaup að vorlagi (Seiluannáll) Hlaup á jólaföstu (Vallholtsannáll)
1684-1685 Eldur uppi í Vatnajökli frá því í byrjun nóvember 1684 og fram í janúar 1685. (íslandslýsing Resens).
1707 Sjá Viðauka hér á eftir.
1711-1712 Um veturinn. Hlaupið lagðist mjög í Sandá. (Jarðabók Á.M.).
1716-1717 I byrjun október 1716. Gos í Vatnajökli. í ágúst eða september 1717. Eldgos í Vatnajökli.
1719-1720 Sjá Viðauka hér á eftir.
1725-1726 Unt veturinn og vorið hljóp Jökulsá fimm sinnunr. Eldar í Austurjöklum. Sjá hér á eftir.
1729 Stórhlaup í upphafi árs.
1730 Sjá hér á eftir.
í Töflu I er yfirlit um stórhlaup í
Jökulsá á Fjöllum, byggt á ritum Sig-
urðar Þórarinssonar, að viðbættum
þeim upplýsingum, sem fram koma í
þessari ritgerð. Um hlaupin 1477,
1655, 1684-85, 1711-12 og 1716-17,
skal vísað til fyrrgreindra verka. Um
önnur hlaup verður fjallað hér á eftir
og dreginn saman fróðleikur úr prent-
uðunr og óprentuðum heinrildum.
HEIMILDAKÖNNUN
Undanfari þessarar ritgerðar var
nokkur heimildakönnun í Þjóðskjala-
safni íslands. Sannast sagna er útgáfa
og úrvinnsla frumheimilda ótrúlega
skamrnt á veg komin, þrátt fyrir ágætt
starf ýmissa aðila. Raunin varð líka sú,
að þarna fundust óprentuð gögn, sem
varpa nýju ljósi á síðustu stórhlaupin í
Jökulsá á Fjöllum. Hins vegar kom
fátt nýtt í leitirnar um hlaupin 1655-
1717, enda eru skjalasöfnin frá þessum
tíma hryggilega skörðótt. Þegar kemur
fram um 1730 fer að verða úr meiru að
moða, sem eykur Iíkur fyrir að eitt-
hvað bitastætt finnist. Þar er einkum
um að ræða skjalasöfn dönsku stjórn-
ardeildanna, en þau eru mun betur
varðveitt en skjalasöfn innlendra emb-
ættismanna og stofnana. Helstu skjöl
sem rak á fjörur, voru vélrituð upp, og
eru kaflar úr þeim teknir upp í þessa
ritgerð. Til óprentaðra heimilda er vís-
að með tölum í hornklofum [ ], sbr.
heimildaskrá. A 1. mynd er yfirlits-
kort, sem sýnir staðhætti, bæjanöfn og
fleira. Gömlu bæjanöfnin má sjá á 2.
og 5. mynd.
Hlaup 1725-1726
í annál Þorsteins prófasts Ketils-
sonar á Hrafnagili er getið um þessi
hlaup (Annálar 1400-1800 IV, 659).
Þar segir:
166