Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 74
maí 1726. Líklegt er að rekja megi
frásögn Hrafnagilsannáls til þessa
bréfs. Sá var einmitt háttur margra
annálaritara að leita fanga í skrifuðum
heimildum, svo sem bréfasöfnum,
dómasöfnum o.fl. Séra Jón segir svo
frá [1]:
Þessu næst auglýsi ég þann skaða, sem
skeður er á staðarlandinu og tveimur
hjáleigonum, Suðurseli og Ytraseli,
sem Jökulsá gjörði með sínum 5 jökul-
vatnshlaupum á næst umliðnum vetri.
Það fyrsta hennar hlaup skeði þann 10.
nóvembris og stóð yfir til þess 13. sama
mánaðar. Það annað hennar hlaup
byrjaðist nóttina milli þess 17. og 18.
martí, og var jafnan að renna til þess
23. sama mánaðar. Þriðja sinn liljóp
hún nóttina milli þess 24. og 25. martí, í
hvörju hlaupi hún drap í Suðurseli 106
sauði, 4 kýr og 1 kvígu, en í Ytraseli 38
sauði og 1 kálf. Þetta tók hún flestallt
innan húsa, því hún gekk inn í þau, eins
að ofan sem neðanverðu. Hér að auk
fordjarfaði hún og ónýtti bæði hey og
mat og alla búshluti. Eirnin eyðilagði
og niðurbraut húsin með jakaburði,
sandi og ösku. En fólkið varðist á
hæðstu húsþekjum og heyrofum. Með
þessum hætti, fyrir hjálp Drottins,
komst það af lífs. Auk þessa hljóp hún
tvö jökulvatnshlaup fáum dögum þar
eftir, sem var þann 5., 6. og 7. aprílis.
Síðan þetta skeði, standa báðar þessar
fyrrnefndu hjáleigur í eyði. Skaða
þann, sem hún hefur gjört á landi og
engjum, get eg ei að svo stöddu auglýst
með mínu eindæmi, því þetta pláss hef-
ur ei kannað orðið vegna stærstu ófærð-
ar og skaðsamlegrar sandbleytu. Það er
og umflotið af Jökulsá og hennar kvísl-
um.
Dagsetningar í bréfinu leiða í Ijós að
þarna er um tvö aðalhlaup að ræða.
Það fyrra stendur yfir í þrjá sólar-
hringa, 10, —13. nóvember 1725. Hið
síðara í rúma fimm sólarhringa, 18.—
23. mars 1726. Nú kemur lognið á
undan storminum, því að degi síðar
kemur enn hastarlegt hlaup í ána, og
mun það hafa staðið yfir í tæpan sólar-
hring. Þetta hlaup var mesti tjónvald-
urinn. Síðustu eftirhreyturnar koma
svo 10 dögum síðar, 5.-7. apríl. Ef-
laust hefur fólk þá verið búið að yfir-
gefa hjáleigurnar, þrátt fyrir sand-
bleytu, erfiða færð og yfirvofandi
hlaup.
í Ritsafni Þingeyinga II (2), er
merkilegur fróðleikur um forn eyði-
býli í Norður-Þingeyjarsýslu. Jón Sig-
fússon bóndi á Ærlæk skrifar þar um
Öxarfjarðarhrepp. Hann segir að
Geirasel, sem sýnt er á kortum, hafi
verið byggt á rústum hins forna Suður-
sels. Líkur bendi hins vegar til, að
Ytrasel hafi verið beint á móti Núpi,
rétt sunnan við Akursel (hið nýja).
Akursel hið forna hafi hins vegar frá
ómunatíð verið syðsti bærinn á Aust-
ursandi, suður af Geiraseli, nokkurn
veginn á beinni línu milli Ærlækjarsels
og Klifshaga. Bærinn var fluttur um
miðja síðustu öld vegna sandfoks. Eru
rústirnar nú horfnar undir sandöldu
(Ritsafn Þingeyinga II (2), 82—84).
Við þessa frásögn Jóns Sigfússonar má
gera eina athugasemd. Stefán Jónsson
bóndi í Ærlækjarseli sagði aðspurður,
að rétt norðvestan við Akursel væri
hró, sem héti Ytrasel. Annar heim-
ildarmaður taldi það vera nokkru utar.
Mönnum ber því ekki fyllilega saman
um hvar Ytrasel var; ekki er ólíklegt
að Akursel hafi á 19. öld verið flutt að
rústum Ytrasels, sem var eina umtals-
verða eyðibýlið á þessum stað.
Með þessar upplýsingar í huga, má
gera sér nokkra grein fyrir gangi mála
dagana 18.—26. mars 1726 (2. mynd).
Hlaupin hafa líklega flætt af mestum
þunga niður austanverðan sandinn og
klofnað á sandöldum vestan við ármót
Sandár og Brunnár. Vesturhlutinn
hefur farið niður farveg Jökulsár og
breitt úr sér milli Kelduness og Skóga.
168