Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 75
2. mynd. Áætluð útbreiðsla og rennslisleiðir hlaupanna 1725 — 1726. Rennslismynstrið má
að nokkru leyti sjá af loftmyndum, en að öðru leyti er stuðst við lýsingu séra Jóns
Einarssonar. - Channels made by the jökulhlaups in Öxarfjörður.
Austurhlutinn aftur á móti flætt í sveig
niður hjá Þverá og Núpi, og kaffært
mestallt landið milli Ærlækjarsels og
Öxarnúps. Mesta dýpi í Ytraseli og
Suðurseli hefur líklega verið 1,5-2 m.
Meira hefur það tæplega verið fyrst
fólkið komst af, og í grynnra vatni er
verulegur jakaburður lítt hugsanlegur.
Vatnafróðir menn gætu eflaust
reiknað út flóðtoppinn í Sandá ef mælt
væri snið af landinu milli Núps og Ær-
lækjarsels.
Haukur Tómasson, jarðfræðingur,
las þessa ritgerð í handriti og reiknaði
þá flóðtoppinn út samkvæmt formúlu
Mannings og fyrrtöldum upplýsingum.
Þarna er að sjálfsögðu um gróft mat að
ræða, en niðurstaðan varð 7.500 rúm-
metrar á sekúndu, eða svipað og stórt
Skeiðarárhlaup. Með hliðsjón af 2.
mynd, má álykta að heildarrennsli
hlaupsins hafi verið a.m.k. þreföld
þessi tala, eða 20—25.000 rúmmetrar á
sek. (sjá einnig Sigurvin Elíasson
1980, bls. 20).
í Jarðabók Árna Magnússonar (frá
1712), er sagt að bænum í Skógum sé
ekki óhætt fyrir Jökulsá í jökulhlaup-
169