Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 76

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 76
um, þó að áin hafi hingað til ekki hús tekið. Hins vegar sé bænum í Ærlækj- arseli óhætt fyrir árhlaupinu. Svokall- að Víðibakkahorn (3. mynd) mun hafa verið brjóstvörn bænda á þessum bæj- um, að ógleymdum sandöldunum sem fyrr eru nefndar. Hornið er 3—4 m hátt og hefur bægt vatnsflaumnum að mestu frá Skógum. Ærlækjarsel stend- ur nokkru hærra en Skógar, og er því í lítilli hættu. Akursel hið forna stóð norðan við sandöldurnar. Virðast þær hafa hlíft bænum, því að ekki er getið um tjón á þeirri jörð. Beitiland hefur þó vafalaust farið illa. Sandhólasvæðið er 2—3 km breitt austan við Víði- bakkahornið. Þar hefur hlaupið verið kraftlítið, líklega belgst mest upp og runnið um dældir norður í gegnum öldurnar. Þetta má ráða af loftmynd- um. Sandöldurnar líta þar út eins og óreglulegar beðjur, sem hafa hrúgast saman, eflaust með miklu jakahröngli. Báðum megin við þær eru hins vegar greinilegar straumrákir í sandinum. Rétt er að taka fram, að þessir sand- hólar hafa eitthvað aflagast í síðari hlaupum, auk þess sem samleikur mel- gresis og sandfoks hefur hækkað þá nokkuð. Auk bréfsins, sem hér hefur verið vitnað til, eru til tvö þingsvitni (réttar- skýrslur) um hlaupin, tekin 1. og 3. maí 1727, eða rúmu ári eftir að atburð- ir þessir gerðust. Þingsvitnin lýsa af- leiðingum hlaupanna nokkru nánar. Bændur í Ærlækjarseli og Skógunr hafa t.d. þetta um málið að segja [2]: Nefnd Jökulsárhlaup (eru) búin öld- ungis að aftaka allar engjar nefndra jarða, sem þeim að fornu og nýju fylgt hafa, þeim í sand og fordjörfun að hleypa, svo að til slægna ónýtar séu. Eirnin fyrir utan þessa engja spilling ... þá er víst fjórðungur úthagans, að því leyti, sem hann áður var, öldungis ónýt- ur og í sandhellu kominn. Samt segjast velnefndir ábúendur nýta sér í þessum úthaga, sem áður og nú er til beitar Tafla II. Tjón á jörðum Munkaþverárklausturs í Öxarfirði. — Damage to farms owned by the Munkaþverá monastery. Jörð Dýrleiki Landskuld (álnir) Leigukúgildi (hundruð) forn ný forn ný Farm value old new old new Ærlækur 30 120 60 4 2 Lækjardalur (í eyði) 5 0 20 1.5 1 Vesturhús 10 60 40 2 1.5 Sandfellshagi 15 90 60 2 1 Skógar með Ærlækjarseli ? 150 140 4 4 Núpur 12 120 60 4 2 Daðastaðir (með hjáleigu) 12 120 90 4 3 Skýringar: Tjónið kemur fram í lækkaðri landskuld (eftirgjaldi) og færri leigukúgildum. Heimild: Jarðabók Munkaþverárklausturs 1728 [12]. í þingsvitni um leigumála þessara jarða frá 1733 [13], er heildarmyndin af tjóninu svipuð, þó er landskuld af Ærlæk sögð 90 álnir og af Núpi 40 álnir. Það vekur athygli að leigumáli Skóga og Ærlækjarsels er nánast óbreyttur þrátt fyrir talsvert tjón. Skýringin hlýtur að vera sú að afgjald þessara jarða hafi áður verið hlutfallslega of lágt. Lækjardalur og Sandfellshagi áttu ekki land niðri á sandi, aðeins engjaítak í landi Skóga, sbr. Fylgiskjal 1. 170

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.