Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Síða 78

Náttúrufræðingurinn - 1985, Síða 78
inn, og sé svo að sjá að umgetin spilling fari daglega vaxandi til sjós og lands, jafnan þegar hvass vindur úr suður- og vesturátt kemur, því þá drífi sandinn upp á landið og í sjóinn, hvar af grynnsli hafnarinnar og hennar affæring orsakast. Hér kemur fram að aurburður í hlaupunum hefur verið gífurlegur. Þegar bréfin og þingsvitnin eru borin saman, kemur í ljós að hvorug heim- ildin gefur heildarlýsingu á afleiðing- um hlaupanna. Séra Jón á Skinnastað lýsir tjóni á heimalandi og hjáleigum staðarins. Þingsvitnin eru hins vegar tekin til að gera grein fyrir land- spjöllum á jörðum Munkaþverár- klausturs í þessu byggðarlagi. Hvorug- ur aðilinn minnist á tjón hins. Nú má spyrja: Varð ekkert tjón á Vestursandi í þessum hamförum, eða skortir ein- ungis heimildir. Heimildirnar vantar, en svarið má e.t.v. finna í viðauka þessarar ritgerðar. Enn má spyrja: Voru þessi hlaup samfara eldsumbrotum í Vatnajökli? Líklegt er að svo hafi verið. Ef um eitt hlaup hefði verið að ræða, gat það stafað af jarðhita undir jöklinum, og væri þá sambærilegt við Skaftárhlaup og Skeiðarárhlaup. Raunar gæti fyrsta hlaupið verið af því tagi. Öðru máli gegnir um hin síðari. Nefna má eftir- talin rök: 1) Séra Jón Einarsson tekur fram í bréfi sínu [1], að Jökulsá hafi bor- ið fram sand og ösku (sjá hér framar). Einhverja ösku gat hún að vísu tekið á leið sinni um sanda og hraun norðan Vatnajökuls, en slíka öskudreif hefði nóvember- hlaupið 1725 átt að hreinsa að mestu úr farveginum. 2) Aðeins fjórir mánuðir voru liðnir frá síðasta hlaupi (nóvember- hlaupinu) og því ólíklegt að nægur vatnsforði hefði náð að safnast fyrir á svo stuttum tíma. 3) Eftirhreyturnar (síðustu gusurn- ar) benda fremur til eldsumbrota. Reynslan af Kötlu bendir til að slík eftirhlaup geti verið einkenni goshlaupa (Guðgeir Jóhannsson 1919). 4) Vitað er að eldar voru uppi í Vatnajökli á þessum árum. Jón Ólafsson frá Grunnavík getur um jöklaeld 2. apríl 1725 (Sigurður Þórarinsson 1974). Þar mun þó vera um Heklugosið 1725 að ræða, en það hófst einmitt 2. apríl (Sigurður Þórarinsson 1968). Hít- ardalsannáll nefnir elda í Austur- jöklum um þorrakomu 1726, þ.e. um mánaðamótin janúar-febrúar, (Annálar 1400-1800 II, 608). Ekkert skal hér sagt um hvort treysta megi þessari heimild, en dæmið vill a.m.k ekki ganga upp, þar eð tímasetning eldgossins stenst ekki á við dagsetningar hlaupanna. 5) Til er heitbréf, sem gert var á Grund í Eyjafirði 26. mars 1726. Þetta bréf er endurnýjun og árétt- ing Eyfirðinga á hinu kunna heit- bréfi frá 1477 og tveimur síðar, 1562 og 1633. Þegar litið er á dag- setninguna er freistandi að álykta að tilefni bréfsins hafi verið sand- fall í Eyjafirði dagana á undan. Orðalag bréfsins er óljóst. Þar segir [4]: / ... vorum vér ... samankomnir, til að haida ... vorn venjulega heits og bæna- dag, hvörn vorir forfeður fyrir 249 árum hafa innsett, í því skyni að af- biðja fyrir drýgðar syndir réttforþént reiðistraff almáttugs Guðs ..., og Guð hefur um nokkur næstliðin ár bent oss með sandfalli. Heitdagur Eyfirðinga var að jafn- aði haldinn fyrsta þriðjudag í ein- mánuði. Þetta ár hittist svo á að hann bar upp á 26. mars. Þegar á 172
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.