Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 82

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 82
sundleggja hesta, og var aðallega farið yfir Stórá á fjórum stöðum. ... Stórá hefur látið eftir sig sanda mikla allt frá Tungusporði og upp með allri sveitinni á móts við Ás. Þessir sandar eru nú farnir að gróa nokkuð. En utan við þá tekur við víðáttumikið graslendi. Eru þar ágætir hagar og engjar, og grá- víðisflesjur, mólendi og mýrar. Síðan Stórá hvarf, hefir þornað mjög um í Sandinum, svo að þar, sem áður voru mýrar og keldudrög, er nú þurrlendi og valllendisgróður. Fjalldrapi, grávíðir og lyng komið þar, sem áður var starar- gróður. Hefir sandurinn skipt svo um svip á nokkrum áratugum, að hann er nær óþekkjanlegur. Á fyrri hluta þessarar aldar grófst far- vegur Bakkahlaups niður. Vatnsborð þess varð þá nokkru lægra en botn Stórár. Við þetta lækkaði jarðvatns- borð í Sandinum verulega, sem hefur svo valdið þeim breytingum, sent Árni Ola getur um. Fyrir neðan Keldunes er farvegur Stórár greinilegur. Aftur á móti eru skiptar skoðanir um farveg árinnar ofar á sandinum. Er vafasamt að nokkur núlifandi maður geti lýst rennsli Stórár þar af eigin sjón og raun. Hér verður því leitað á önnur mið. Þorvaldur Thoroddsen kom í Kelduhverfi árið 1895. í ferðabók sinni lýsir hann rennsli Jökulsár um sandana (Þorvaldur Thoroddsen 1959, 321-322). Þar segir: Skammt fyrir neðan ferjustaðinn skipt- ist Jökulsá í þrjár kvíslar, Sandá, Jök- ulsá og Stórá. Sandá er austust. Hún rennur fram með bæjum í Axarfirði; oftast er minnst vatn í henni. Nálægt Klifshaga kemur hún saman við Brunná, og eykst vatnsmegin hennar þá mikið. Jökulsá sjálf er í miðið og Stórá vestust; hún er nú lang-vatnsmest. Bakkahlaup heitir kvísl ein úr Stórá yfir í Jökulsá neðst. Allar eru ár þessar ferjuvötn. Stórá fer út úr Jökulsá á móts við Ærlæk og dreifir sér svo eins og stórflóð um sandana. I Hólskrók verður áin eins og stórt stöðuvatn eða hafsvík, en hún er þar grunn og eyrar margar upp úr. Austur af Víkingavatni mjókkar Stórá aftur og breikkar svo aftur neðst. Nokkru síðar segir Þorvaldur (bls. 359): Hjá Hóli er Stórá breið eins og sjór. Hún leitar alltaf á suður- og vestur- landið, og nú var vöxtur í ánni, svo hún gekk víða upp á gras og rann um lautir og dældir inn í móana fyrir austan Keldunes. Til eru loftmyndir af þessu svæði, teknar í ágúst 1960. Þær sýna landið eins og það var fyrir umbrotin 1976- 1978. Ef litið er á þessar loftmyndir með lýsingu Þorvalds Thoroddsens í huga, þá blasir farvegur Stórár við. (6. mynd). Áin myndaði stöðuvatn eða lón þarna á sandinum. Þetta lón var 2—3 km breitt frá núverandi farvegi Bakkahlaups, suður að jaðri hraun- anna, sem þekja meginhluta Keldu- hverfis, og 6 km langt frá Keldunesi austur að Veggjarendum. Þar var „hafsvíkin“ breiða, sem Þorvaldur sá í Hólskrók. Nýbýlið Lyngás stendur nú fyrir miðri þeirri „vík.“ Vestur úr vatn- inu gengu tvær víkur. Önnur við Þór- unnarsel, og úr henni lá Kílfarvegur norðvestur í Arnaneslón. Syðri víkin var við Keldunes. Þar fékk Stórá fram- rás um Stórárfarveg vestur á móts við Garð, en þar þverbeygði hún norður í Arnaneslón. Sennilega hefur þriðja víkin gengið norður úr vatninu við nú- verandi farveg Bakkahlaups. Stórár- farvegur er miklu breiðari en Kílfar- vegur, þó var Þórunnarselskíll einu sinni hið versta vatnsfall (Árni Óla 1941, 12). Mun jökulvatn hafa runnið um hann fram yfir aldamótin 1900, enda er farvegurinn unglegur. Þess má geta, að stöðuvatnið endurfæddist að 176

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.