Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 84

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 84
smátt. Þegar Þorvaldur Thoroddsen fór þar um sumarið 1895, var Stórá „orðin þar grunn og eyrar margar upp úr.“ Þá var líka stutt í að áin flytti sig yfir í Bakkahlaup. MYNDUNSTÓRÁR Nafnið Stórá hefur sjálfsagt frá fornu fari verið notað um farveg þann, sem liggur frá Litlá norður í Arnanes- lón. Farvegirnir á Sandinum bera flest- ir sín gömlu nöfn, hvort sem um þá rennur jökulvatn, lindarvatn eða ekki neitt. Eftir að Jökulsá braut sér leið vestur Sandinn fékk nafnið „Stórá" víðtækari merkingu, uns það náði yfir alla kvíslina, allt upp að hinum forna farvegi Jökulsár. Raunar átti það vel við eftir að megin áin var í þessa far- vegi komin. Fyrst eftir að áin braut sér þessa leið, virðist þó nafnið Jökulsá notað um ána niður á móts við Keldu- nes eða Garð. Nafnið Stórá verður hér einkum notað um þennan efri og yngri hluta árinnar. Því er ekki að heilsa að allir séu sammála um hvenær þessi yngri hluti Stórár varð til. Lengst gengur Arnór Sigurjónsson (1967). Hann heldur því fram, að Stórá hafi myndast einhvern tíma á árabilinu 1560—1684, sennilega fyrir 1600. Hann bendir á að stórbýlið Ás í Kelduhverfi hafi verið ættaróðal Ásverja, einhverrar voldugustu höfð- ingjaættar á Norðurlandi, og að hagur manna í þeirri sveit hafi staðið með blóma a.m.k. fram um 1550. Þegar kemur fram um 1580 er sýnilegt að hag manna í Þingeyjarþingi er farið að hnigna, og hvergi virðist undanhaldið meira en í Kelduhverfi. Undir lok aldarinnar flytja svo síðustu Ásverj- arnir brott úr héraðinu. Er engu líkara en jörðin hafi orðið fyrir áfalli, sem engar frásagnir eru til um. Því hefur verið haldið fram, að þessa hnignun í búskap megi rekja til kólnandi veður- fars. E.t.v. er sannleikskorn í því, en undanhaldið í Kelduhverfi vill Arnór hins vegar skýra með því, að á þessum árum hafi Stórá brotið sér leið vestur með hraunröndinni, og tekið fyrir not bænda af engjalöndum á sandinum. Þessi rökfærsla er nokkuð snjöll, en þó er tæplega hægt að fallast á hana. Engar heimildir hafa komið frant, sem styrkja þá skoðun að Stórá hafi verið til fyrir 1712. Heintildir benda frekar til hins gagnstæða, að ekkert hafi þá hindrað landsnytjar á Vestursandi. Að vísu verður að viðurkenna að þetta er ekki fullrannsakað enn. En þegar Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns var gerð árið 1712, hefur megin-kvísl Jökulsár verið austan við Áshúsabakka (nú Ytribakka). í Jarða- bókinni segir svo um þessa jörð (Jarðabók XI, 300): / ... nú er áin hlaupin undir austur- landið. ... Eggver af æðarfugli hefur verið að nokkru gagni í Skógey, sem lá í Jökulsá, meðan hún rann rétt, en er nú orðið fyrir vestan hana. Vafasamt er að Arnór hafi gert sér grein fyrir hvílíkt landflæmi fór undir vatn þegar Stórá varð til. Hins vegar stendur óhögguð sú ályktun hans að stórbýlið Ás í Kelduhverfi hafi orðið fyrir áfalli á árabilinu 1550—1600. Vel er hugsanlegt að mikil hlaup hafi kom- ið í Jökulsá á þessum árum, þó að engar sagnir hafi varðveist þar um. Slík hlaup hefðu getað stórspillt engj- um með rofi og sandsáburði og þarf því ekki að gera ráð fyrir farartálma á borð við Stórá, til að skýra minnkandi hagsæld í héraðinu. Hnignun búskapar gæti einnig stafað af þjóðfélagsbreyt- ingum eftir siðaskiptin. Þetta er a. m. k. mál, sem vert væri að rann- saka. 178

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.