Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 85

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 85
6. mynd. Farvegur Stórár austan Kelduness. Til hægri á myndinni er misgengisstallur teiknaður inn, en Veggjarendar eru í framhaldi af honum til suðurs. (Loftmynd AMS 13736, tekin 28.08, 1960. Birt með leyfi Landmælinga íslands). - The channel ofthe river Stórá (big-river). A fault scarp to the right on the photograph. (Aerial photograph AMS 13736, 28.08, 1960, copyriglu by Landmœlingar íslands, published by permission). Þegar Þorvaldur Thoroddsen fór um Kelduhverfi sumarið 1895, skráði hann munnmæli, sem gengu þar í sveit um myndun Stórár (Þorvaldur Thor- oddsen 1959, 322). Hann segir: Árið 1717 gusu Kverkfjöll, og þá kom mikið hlaup i Jökulsá. Þá er sagt að Stórá hafi ummyndast. Það eru munn- mæli, að þá hafi kíll með sefi legið frá Byrgi vestur að Keldunesi, og hljóp Jökulsá í kílinn og vestur í Víkingavatn, fór yfir allar engjar og stóð upp í miðj- an skemmuhól hjá bænum Víkinga- vatni. Var þá farið á skipi frá Víkinga- vatni austur að Ási. Vatnið stóð lengi á, en er það rénaði, myndaðist Stórá. Daginn fyrir hlaupið þornaði Jökulsá. Síðar ritaði Þorvaldur um eldgos í Vatnajökli og segir þar (Þorvaldur Thoroddsen 1924, 41): Það má vel vera að munnmælin um hlaupið 1717 séu nokkuð blönduð endurminningum um hin síðari hlaup, einkum hlaupin 1729. 179

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.