Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 87

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 87
Mývatnseldar ■Hlaup Hlaup V Hloup V JHD-JE-6607-AB 6102.0116 G,ðo 7. mynd. Kröflueldar, landhæðarbreyting í Leirbotnum. Örvarnar neðst á myndinni sýna eldgos í Kröflueldum 1975-1982, önnur umbrot eru ekki sýnd. Efst á myndinni eru skjalfestar umbrotahrinur í Mývatnseldum 1724-1729 færðar inn til samanburðar, og þannig hagað til, að upphaf Mývatnselda falli saman við upphaf Kröfluelda. (Hliðstætt mynd Axels Björnssonar o. fl. 1984). - Cliange in land-elevation in tlie Krafla area, northern lceland, during the volcanic period 1975—1982. Arrows denote volcanic erup- tions. At the top of the diagram the volcanic events of the 1724-1729 volcanic period are inserted for comparison. (Modified from Axel Björnsson et al. 1984). skjálftum, brotahreyfingum og jafnvel eldgosum. Þetta sést glöggt á með- fylgjandi línuriti (7. mynd). Umbrota- hrinurnar hafa ýmist verið í suður- eða norðurhluta sprungubeltisins, sem teygir sig frá Sellandafjalli norður í Öxarfjörð. Séra Jón Sæmundsson prestur í Reykjahlíð, og sveitungar hans, höfðu ekki aðstöðu til að mæla landris við Leirhnjúk. Þeir lýstu hins vegar furðu nákvæmlega umbrotahrinum, sem þeir urðu varir við í Mývatnssveit. Þessar hrinur hafa verið færðar inn á meðfylgjandi línurit, til samanburðar við Kröfluelda hina nýju. Þar kemur í ljós að hrinurnar endurtaka sig með nokkuö jöfnu millibili, og er hlé á milli þcirra í góðu samræmi við það sem gerst hefur á undanförnum árum. Þó er ein undantekning. Á árunum 1726-27 er hlé, sem samsvarar a. m. k. tveimur hrinum. Þetta má að sjálfsögðu skýra á ýmsa vegu. Hugsanlegt er að landris hafi stöðvast þessi ár, eða þá að gleymst hafi að færa í letur það sem Krafla afrekaði þessi ár, (sem er öllu sennilegra). Líklegast er þó að bændur hafi ekki orðið varir við kvikuhlaup, sem gengu til norðurs. Á þessum árum gat Kröflueldstöðin því sent Keldu- hverfi og Gjástykki tvær til þrjár kveðjur, til að jafna metin. Afleiðing- in af slíku kvikuhlaupi til norðurs ætti 181

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.