Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 88
m.a. að vera landsig og myndun sig-
skálar á Kelduhverfissandi. Ef við
hugsum okkur að þessi sigskál hafi
myndast eftir mars-hlaupið í Jökulsá
1726, þá verða skiljanlegar þær breyt-
ingar, sem virðast hafa orðið þar í
næsta Jökulsárhlaupi, þ.e.a.s. í árs-
byrjun 1729. Um þessar breytingar eru
skýrar frásagnir Keldhverfinga. 1 fyrr-
greindu þingsvitni um hlaupið 1729
segir:
Sérdeilislega umkvarta ábúendur á
Keldunesi og Krossdal, að ... úthýsi
jarðanna (séu) komin í leir og fen, þau
sem ekki afféllu í árhlaupinu í vetur, en
þau eftir standa full með vatn upp í
rniðja veggi nú sem stendur.
Þetta er skrifað mörgum mánuðum
eftir að hlaupið var afstaðið. Þarna
hefur allt verið á floti, stöðuvatnið
sjálfsagt komið til sögunnar, en áin
ekki búin að fá fasta framrás til sjávar.
í munnmælum, sem Þorvaldur Thor-
oddsen skráði, segir: „Vatnið stóð
lengi á, en er það rénaði, myndaðist
Stórá.“ (Þorvaldur Thoroddsen 1959,
322). Þetta kemur vel heim við það
sem hér hefur verið sagt. Fleira er
athyglisvert í munnmælunum. Sagt er:
/ ... að þá hafi kíll með sefi legið frá
Byrgi vestur að Keldunesi, og hljóp
Jökulsá í kílinn og vestur í Víkingavatn,
fór yfir allar engjar og stóð upp í miðj-
an skemmuhól hjá bænum Víkinga-
vatni. Var þá farið á skipi frá Víkinga-
vatni austur að Ási.
Með smávægilegum lagfæringum getur
þetta allt staðist. Mjög er sennilegt að
kíll með lindarvatni hafi legið úr Hóls-
krók vestur að Keldunesi, sbr. upp-
sprettulindir, sem nú eru í Hólskrók.
Erfiðara er að fallast á að hann hafi
náð austur að Byrgi. Land stendur þar
svo miklu hærra.
Ekki er ólíklegt að Jökulsá hafi flætt
yfir allar engjar vestur að Víkinga-
vatni, a.m.k. á meðan hlaupið var í
hámarki. Erfitt er hins vegar að trúa
því að bændur hafi róið á báti út í
vatnsflauminn, þó að straumur hafi
e.t.v. ekki verið mjög þungur þarna
niður frá. En þegar sjálft hlaupið var
afstaðið og áin stóð uppi, hefur mátt
sigla frá Garði (og jafnvel Víkinga-
vatni), að misgenginu við Veggjar-
enda. Samkvæmt lögmáli þjóðsögunn-
ar var siglingin látin enda við höfuð-
bólið Ás í Kelduhverfi.
ELDVIRKNI í KVERKFJÖLLUM
Þorvaldur Thoroddsen (1884) setti
fyrstur manna fram þá tilgátu að gosið
1717 mætti rekja til Kverkfjalla. í
fyrstu sló Þorvaldur þann varnagla að
þetta væri sennilegt, en sá fyrirvari
hvarf í síðari ritum hans. En af því að
gosinu fylgdi hlaup í Jökulsá á Fjöll-
um, freistaðist Þorvaldur til að rekja
til Kverkfjalla öll hlaup sem komu í
ána á 17. og 18. öld. Því setur hann í
eldfjallasögu sinni spurningamerki við
gos í Kverkfjöllum árin 1655, 1684,
1726 og 1729 (Þorvaldur Thoroddsen
1925). Þessar tilgátur Þorvalds urðu
lífseigar í jarðfræðiritum.
Sigurður Þórarinsson (1950) tók
þessi mál til endurmats og benti á, að
þó að lítill vafi léki á að Kverkfjöll
vestri væru virk eldstöð, gætu eldgos
þar engan veginn valdið stórhlaupum í
Jökulsá á Fjöllum. Því taldi hann lík-
legra að gosstöðvarnar væru undir
Dyngjujökli, skammt suðvestur af
Kverkfjöllum. Sigurður var gætinn í
ummælum sínum um gosstöðvarnar.
Engu að síður hefur Kverkfjallasvæðið
í þessu útvíkkaða formi dregið að sér
eldgosin eins og segull. Þannig hafa
gosin 1477, 1510, 1635-38, 1711,
1867—68, 1929 og 1938 verið orðuð
við Kverkfjöll í ýmsum ritum, sum þó
með nokkrum fyrirvara (Ólafur Jóns-