Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Síða 88

Náttúrufræðingurinn - 1985, Síða 88
m.a. að vera landsig og myndun sig- skálar á Kelduhverfissandi. Ef við hugsum okkur að þessi sigskál hafi myndast eftir mars-hlaupið í Jökulsá 1726, þá verða skiljanlegar þær breyt- ingar, sem virðast hafa orðið þar í næsta Jökulsárhlaupi, þ.e.a.s. í árs- byrjun 1729. Um þessar breytingar eru skýrar frásagnir Keldhverfinga. 1 fyrr- greindu þingsvitni um hlaupið 1729 segir: Sérdeilislega umkvarta ábúendur á Keldunesi og Krossdal, að ... úthýsi jarðanna (séu) komin í leir og fen, þau sem ekki afféllu í árhlaupinu í vetur, en þau eftir standa full með vatn upp í rniðja veggi nú sem stendur. Þetta er skrifað mörgum mánuðum eftir að hlaupið var afstaðið. Þarna hefur allt verið á floti, stöðuvatnið sjálfsagt komið til sögunnar, en áin ekki búin að fá fasta framrás til sjávar. í munnmælum, sem Þorvaldur Thor- oddsen skráði, segir: „Vatnið stóð lengi á, en er það rénaði, myndaðist Stórá.“ (Þorvaldur Thoroddsen 1959, 322). Þetta kemur vel heim við það sem hér hefur verið sagt. Fleira er athyglisvert í munnmælunum. Sagt er: / ... að þá hafi kíll með sefi legið frá Byrgi vestur að Keldunesi, og hljóp Jökulsá í kílinn og vestur í Víkingavatn, fór yfir allar engjar og stóð upp í miðj- an skemmuhól hjá bænum Víkinga- vatni. Var þá farið á skipi frá Víkinga- vatni austur að Ási. Með smávægilegum lagfæringum getur þetta allt staðist. Mjög er sennilegt að kíll með lindarvatni hafi legið úr Hóls- krók vestur að Keldunesi, sbr. upp- sprettulindir, sem nú eru í Hólskrók. Erfiðara er að fallast á að hann hafi náð austur að Byrgi. Land stendur þar svo miklu hærra. Ekki er ólíklegt að Jökulsá hafi flætt yfir allar engjar vestur að Víkinga- vatni, a.m.k. á meðan hlaupið var í hámarki. Erfitt er hins vegar að trúa því að bændur hafi róið á báti út í vatnsflauminn, þó að straumur hafi e.t.v. ekki verið mjög þungur þarna niður frá. En þegar sjálft hlaupið var afstaðið og áin stóð uppi, hefur mátt sigla frá Garði (og jafnvel Víkinga- vatni), að misgenginu við Veggjar- enda. Samkvæmt lögmáli þjóðsögunn- ar var siglingin látin enda við höfuð- bólið Ás í Kelduhverfi. ELDVIRKNI í KVERKFJÖLLUM Þorvaldur Thoroddsen (1884) setti fyrstur manna fram þá tilgátu að gosið 1717 mætti rekja til Kverkfjalla. í fyrstu sló Þorvaldur þann varnagla að þetta væri sennilegt, en sá fyrirvari hvarf í síðari ritum hans. En af því að gosinu fylgdi hlaup í Jökulsá á Fjöll- um, freistaðist Þorvaldur til að rekja til Kverkfjalla öll hlaup sem komu í ána á 17. og 18. öld. Því setur hann í eldfjallasögu sinni spurningamerki við gos í Kverkfjöllum árin 1655, 1684, 1726 og 1729 (Þorvaldur Thoroddsen 1925). Þessar tilgátur Þorvalds urðu lífseigar í jarðfræðiritum. Sigurður Þórarinsson (1950) tók þessi mál til endurmats og benti á, að þó að lítill vafi léki á að Kverkfjöll vestri væru virk eldstöð, gætu eldgos þar engan veginn valdið stórhlaupum í Jökulsá á Fjöllum. Því taldi hann lík- legra að gosstöðvarnar væru undir Dyngjujökli, skammt suðvestur af Kverkfjöllum. Sigurður var gætinn í ummælum sínum um gosstöðvarnar. Engu að síður hefur Kverkfjallasvæðið í þessu útvíkkaða formi dregið að sér eldgosin eins og segull. Þannig hafa gosin 1477, 1510, 1635-38, 1711, 1867—68, 1929 og 1938 verið orðuð við Kverkfjöll í ýmsum ritum, sum þó með nokkrum fyrirvara (Ólafur Jóns-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.