Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Síða 91

Náttúrufræðingurinn - 1985, Síða 91
annað enn nú sjáanlegt en Jökulsá muni enn þá halda uppteknum hætti nú á þessu sumri um sín áhlaup, livað ef ei lagfærist, sést ei annað en nærri útgjört sé um bygging jarða fyrir ofan Keldu- nes þar hvörgi er von til engjataks ann- arstaðar en í sögðu plássi. Áshúsabakki, heimaland Ás staðar, var svo umkringt af yfirgangi Jökulsár að á fyrir farandi sumri náði hann aungvu af því engi, sem téðri hjáleigu fylgdi og áður var gott engi. En í vetur varð ábúandinn þaðan í burt að flýja með sitt fólk, fríðan pening og öllu því hann gat bjargað, þar vatnið gekk svo þar inn að húsin fyllti upp af því, en allt- staðar svo ófært frá og til að komast að við sjálft var búið að ábúandinn, hans fólk og fríðar kindur lífið þar missa mætti. hefði hann ekki með stórri lífs- hættu þaðan burt komist, og öldungis ómögulegt sé að nokkur maður þá jörð til ábúðar taki meðan Jökulsá hefur svoddan yfirgang sem hún hafði á næstliðnu suntri og enn nú á horfist, og þótt það lagfærast kynni, þá sé samt stórum uggvænlegt að sú jörð nokk- urntíma byggist sökum þeirrar fordjörf- unar sem skeð er fyrir árinnar yfirgang af sandi og annarri spillingu. Af þingsvitninu sést að fyrsta hlaupið hefur komið fyrir heyannir 1719, líklega í júlí. Þetta ár koma mörg hlaup í ána og vorið 1720, þegar þingsvitnið er tekið, óttast menn að Jökulsá muni enn þá halda uppteknum hætti um sín áhlaup. Það bendir til að Keldhverfingar hafi séð einhver merki þess að ástand mála væri ekki orðið eðlilegt. Ári síðar, hinn 7. maí 1721, er aftur lialdið manntalsþing í Keldunesi. Þá er þetta bókað [10]: Fram kom fyrir réttinn Páll Halldórs- son nú búandi í Þórunnarseli og um- kvartar að hann ómöguliga geti þar ver- ið lengur en til næstkomandi fardaga sökum Jökulsár hræðiligs yfirgángs, því hann, kona hans, börn og fríður pen- ingur sé í stærsta lífsfari staddur, hvar tii augljós merki hafi sést af ærligum mönnum nú á þessum vetri, að skað- ligur vatns uppgángur hafi í þeim bæ verið, sem meinast einasta af ofurvaldi Jökulsár. Enn er haldið manntalsþing í Keldu- nesi vorið 1722. í þingsvitni segir [11]: Svara svo allir samankomnir þingmenn, að í engan máta treystist þeir tii nokk- urt gagn af að hafa téðra jarða landi eður engi, langt síður að nokkrum manni sé færiligt þar að búa, því nú séu þau kot svo umkringd af vatnsföllum úr Jökulsá. Aungum manni sé þar nú sem stendur yfir fært og valla á skipi, því megin áin sé í þá farvegi komin. Engið sem þessunt kotum fylgdi, ásamt Ási, Byrgi og öðrum jörðum í þessari sveit, til grunna eyðilagt. ... Dómkirkjunnar jörð Keldunes væri á sama rek komin og hinar. Eigi in lieldur fært fyrir mann spýtur að taka úr þessara kota húsurn þótt vildi og álægi. í ljósi þessara heimilda verður skiljanlegt hvers vegna ekki finnast frásagnir um tjón á Vestursandi eftir hlaupin 1725-1726 (sjá framar). Ástæðan er auðvitað sú að landið var þá gjörspillt orðið af völdum Jökulsár og jarðirnar komnar í eyði (Áshúsa- bakki 1720, Þórunnarsel 1721, en Byrgissel var komið í eyði áður, 1709). Þessar jarðir byggðust ekki aftur. Rétt er að geta þess hér, að í þings- vitni, sem tekið var í Keldunesi 5. maí 1736, kemur fram að jökulhlaup hafi árið 1731 tekið af hjáleigurnar Áshúsabakka, Þórunnarsel og Byrgis- sel, auk engja, sem Ás og Byrgi áttu niðri á Austursandi [6]. - Ekki er hægt að hundsa þessa heimild, en vegna þess að hér er verið að lýsa 5—6 ára gömlum atburðum, verður því ekki neitað að skakkað gæti ári. Fyrr- greindar jarðir voru auk þess komnar í eyði 1721. Hér mun því gert ráð fyrir að í þingsvitninu sé átt við hlaupin 185
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.