Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 96

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 96
[7] Þjóðskjalasafn íslands. Rentukammerskjöl. 3.13 Innkomin bréf 1735—1737. [8] Þjóðskjalasafn íslands. (Frumrit). Rentukammerskjöl. 3.9 Innkomin bréf 1731 — 1733. (Afrit). Skjalasafn stiftamtmanns I. 8. Bréfabók Gyldencrones 1728-1730 og bréfabók Ocksens 1731-1733. [9] British Museum. Icel. MS. Add. 11.096. 3. Dóma- og þingbók Benedikts lög- manns Þorsteinssonar 1719—1724. [10] Sjá nr. 9. [11] Sjá nr. 9. [12] Þjóðskjalasafn íslands. Rentukammerskjöl. 3.8 Innkomin bréf 1724-1730. [13] Sjá nr. 7. FYLGISKJAL 1 LANDAMERKI OG ÍTÖK Hér á eftir fer lausleg greinargerð um ítök og eignarlönd ýmissa jarða á söndunum fyrir botni Öxarfjarðar. Þetta er nánari skýring eða útfærsla á landamerkjakort- inu, sem birt er hér framar. Upplýsingar um ítök eru úr Jarðabók Árna Magnús- sonar og Páls Vídalíns (1712), (JÁM), Rit- safni Þingeyinga (1959), (RÞ), og frá bændum. Kelduneshreppur Austurgarður. Engjatak á jörðin á Kelduness sandi, sem kallast Austurgarða- flaga. (JÁM). Krossdalur á land í svokölluðum Tung- um austur af Flögunni. Áður fyrr voru engjar öngvar og keypti ábúandinn engi og beit af Keldunesi. Keldunes átti áður fyrr mikið land á sandinum. Á 18. og 19. öld voru tvær jarðir byggðar út úr Kelduness landi. Nýi- bær fyrir 1780 og Arnanes árið 1836. (RÞ). Þess má geta að heimamenn segja Arna- nes, en Árni Óla telur Árnanes réttara. Ritháttur nafnsins er á reiki. Hóll. Engi takmarkað á jörðin í Keldu- ness landi, mjög votunnið og langt til að sækja. (JÁM). Tóveggur. Engjatak á kotið takmarkað út á sandinum í Áslandi, sem kallast Botnateigar. (JÁM). Byrgi. Engið jarðarinnar liggur út á sandinum, og er það engi með Byrgisseli, sem og liggur undir jörðina, talinn helm- ingur hennar. (JÁM). Jörðin Byrgi (Ás- byrgi) mun hafa verið byggð út úr Ási. Ás var kirkjustaður og höfðingjasetur. Ber jörðin höfuð og herðar yfir allar aðrar jarðir í Kelduhverfi. Land Áss gengur eins og breiður fleygur út allan sandinn út í sjó. Á Sandinum voru hjáleigurnar Þórunnar- sel, Áshúsabakki og Byrgissel (frá Byrgi). Lína úr Kílfarvegi suðaustur í Svartbaka- sker skildi heimaland Áss frá hjáleigunum, en á milli hjáleignanna var óskipt land. Öxarfjarðarhreppur Skógar og Ærlœkjarsel. Land jarðanna var óskipt á fyrri öldum. Var Ærlækjarsel þá byggt út úr Skógum sem einn þriðji af heildinni. Hinn 19. okt. 1921 var gert merkjabréf, þar sem heimaland Ærlækjar- sels fékk ákveðin mörk. Suður á sandinum er óskipt land í eigu beggja jarðanna. Skinnastaður átti mest allt landið frá Ær- lækjarseli austur að Brunná. Þar voru hjá- leigurnar Ystasel, Ytrasel, Suðursel og Akursel, var óskipt land á milli þeirra. Nokkrar aðrar jarðir eiga land vestan Brunnár, eins og fram kemur hér á eftir. Klifshagi á svokallað Horn við ármót Sandár og Brunnár. Hornið afmarkast af dæld eða farvegi, sem gæti verið forn far- vegur Sandár. Samkvæmt JÁM átti jörðin eftirtalin ítök: Mánaðarverk í Skinnastaða landi niður á sandi, það er gjörsamlega eyðilagt fyrir mörgum árum af sandsáburði úr Jökulsá. Annað mánaðarverk á Núpsmýri, það engi er og eyðilagt af sandi. Þverá á svokallað Þverárstykki (kallað Þverárflaga í JÁM). Það er taisverð spilda norðan við Klifshagahornið. Fyrir fáum árum var deilt um hve stórt þetta Stykki væri. Var sættst á að láta það afmarkast af dragi, sem gæti verið forn farvegur. 190

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.