Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 4
skil í ýmsum greinum og óprentuðum
skýrslum, hvað strandið á Skeiðarár-
sandi áhrærir (t. d. Booz-Allen App-
lied Research 1974), en eflaust má
finna ýmislegt fleira í heimildum, sem
máli gæti skipt. Mikillar varúðar er þó
þörf í túlkun þessara upplýsinga, og
enn meiri ef um munnmælasagnir er
að ræða, því þar kemur t. d. ávallt
fram tilhneiging til að tengja saman
merkisatburði sem í raun voru alls
óskyldir (svo sem sólmyrkva og stóror-
ustur). A Skeiðarársandi reyndust
meðal annars upplýsingar um mörk
Skaftafells- og Svínafellsfjara, sem
mjög þyrfti að treysta á, vera afar
ónákvæmar (1. mynd).
Önnur aðferð til afmörkunar leitar-
svæðis byggir á landfræðilegum rann-
sóknum, svo sem um setmyndun,
brimrof og aðrar breytingar á sjávar-
stöðu með tilliti til hafnaraðstöðu og
færslu strandlína, um rennsli áa, og
náttúruhamfarir sem kunna að hafa
áhrif á svæðinu (flóð, eldgos
o. s. frv.). Þetta var kannað allítarlega
fyrir Skeiðarársand um 1972 (Numme-
dal o. fl. 1974), og talið að strandlínan
gæti hafa færst út um 500—1000 m frá
1667.
Til þess að geta áætlað svörun leitar-
tækja og heppilegustu fjarlægð milli
mælilína, verður og að hafa hugmynd
um það hve djúpt viðkomandi minjar
séu grafnar.
Hverju er leitað að?
Forsenda allra mæliaðferða í jarð-
eðlisfræðilegri könnun er sú, að eðlis-
1. mynd. Kort af Skeiðarársandi. Til vinstri kort Landmælinga íslands (1984), en til hægri
kort Sigurðar Þórarinssonar (1958, endurprentað óbreytt í bók hans um Skeiðarárhlaup
1974). Takið eftir, að mörk Skaftafells- og Svínafellsfjara eru mismunandi. — Maps
showing different locations of shore porperty boundaries in SE-lceland.
K
50