Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 37

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 37
Erlingur Hauksson: Talning útselskópa og stofnstærð útsels INNGANGUR Niðurstöður af selatalningu úr lofti sumarið 1980 (Erlingur Hauksson 1985) bentu til þess að bein talning fullorðinna útsela væri of miklum ann- mörkum háð til þess að geta gefið marktækar niðurstöður um fjölda þeirra við landið. Sá fjöldi fullorðinna útsela sem sæist, væri algjört lágmark og stofnstærðarmatið eftir því. Aftur á móti virtist bein talning úr lofti henta betur fyrir landsel. Markmiðið með talningu á útsels- kópum haustið 1982 var að bæta úr þessu, koma fram með ábyggilegra stofnstærðarmat á útselnum hér við land og fá betri hugmynd um það hvernig ástand stofnsins er í raun. Reynsla af rannsóknum á breska út- selnum hefur sýnt það, að með kópa- talningu þegar kæping er í hámarki, ákvörðun kópaframleiðslu á kæping- artímanum og mati á fjölda dýra er liggja að baki hennar, má fá ntun betra stofnstærðarmat á útsel en fæst með beinni talningu dýra. Á þennan hátt hefur verið fylgst með kópafram- leiðslu og stofnstærð breska útselsins (Summers 1978; Anon 1982). Áður hefur verið reynt að meta stofnstærð útsels hér við land af Teiti Arnlaugssyni (1973), Sólmundi Ein- arssyni (1978) og Erlingi Haukssyni (1980). Þeir tveir fyrrnefndu beittu til þess upplýsingum um kópaveiðar en höfundur beinni talningu sela úr lofti. Þetta er því í fyrsta sinn sem stofn- stærð útsels hér við land er ákvörðuð með talningu kópa úr lofti. AÐFERÐIR Talning og úrvinnsla gagna Talið var úr lofti á tímabilinu 8. október til 1. nóvember 1982. Við talninguna voru notaðar flugvélar af gerðinni Cessna, TF-SKM og TF- FTG, tveggja manna háþekjur. Fjöldi útselskópa var ákvarðaður með beinni talningu um leið og flogið var yfir, ef lítið var um þá, en myndir teknar, sem síðar var talið á undir víðsjá, ef fjöldi kópa var það mikill að erfitt var að henda reiður á honum (1. mynd). Not- uð var 8—16 x stækkun og rúðustrik- að augngler, við talningu kópa á myndum. Myndavélin sem notuð var er af „Canon AE-1 Program“ gerð, 35 mm, búin 70-150 mm „zoom“-linsu, sjálfvirkri færslu á filmu og myndarvél- arloki með innbyggðum ljósgjafa, sem merkti hverja mynd á ákveðinn hátt (,,data-back“). Við Ijósmyndun var notaður hraðinn 1/250 úr sekúndu eða meiri eftir því hvernig birtuskilyrðin voru talningardagana. Notuð var filmugerðin EL 135—36. Samtals var flogið í 46 tíma til talninga. Yfirleitt var flogið í 150—300 m hæð og á hægri ferð, þá er leitað var að kópum, en flugið lækkað og flogið eins hægt og kostur var þegar komið var að útsels- látrum og talning fór fram. Þau strandsvæði voru könnuð, þar Náttúrufræðingurinn 55 (2), bls. 83-93, 1985 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.