Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 44
land er kæping líklega í hámarki fyrri
hluta októbermánaðar; 9. október
1982 voru veiddir 38 útselskópar í Vig-
ur, Lónsvík og þremur dögum seinna
sáust þar 3 læpur (nýgotnir kópar).
Kæpingartími útselsins nær yfir
alllangt tímabil, eða frá því í septem-
ber fram í febrúar. Nýgotnir útsels-
kópar hafa jafnvel fundist á kæpingar-
stöðum í marsmánuði. Hámark kæp-
ingar er þó líklega í októbermánuði
hér við land, í fyrri hluta mánaðarins í
Faxaflóa, sunnan- og norðaustanverð-
um Breiðafirði og við Suðausturland,
en í lok október í norðvestanverðum
Breiðafirði, á Ströndum og Skaga.
Framleiðsla kópa og
stœrð útselastofnsins
Heildarfjöldi útselskópa sem sáust á
landi við flugtalninguna haustið 1982
er 1425. Leiðrétt með stuðlinum R og
kópaveiði fyrir talningardag eru um
1900 kópar á landi um það leyti og
talið var (tafla 3). Samkvæmt þessu er
kópaframleiðslan um 2660 kópar, eða
á bilinu 2050—3080 (við mat á neðri
mörkunum er margfaldað með R =
1,03 og 0 = 1,1, en við mat á þeim efri
með R = 1,07 og 0 = 1,6).
Að baki framleiðslu 2660 kópa
standa um 10600 dýr (4,0 x 2660).
Neðri mörk þessa stofnstærðarinats á
útselnum hér við land eru 7200 dýr, en
efri mörk 13900 (3,5 x 2050 = 7175 og
4,5 x 3080 = 13860).
ÁLYKTANIR
Samkvæmt reynslu við Bretlands-
eyjar sjást úr lofti að jafnaði um 95%
þeirra kópa sem eru á landi (Bonner
1976). Árangursríkast er að horfa
beint niður á ströndina og taka myndir
beint niður. Eftir því sem horft er og
myndir teknar af ströndinni undir
minna horni, er vaxandi hætta á því,
að hluti kópanna sjáist ekki. Sam-
anburður á talningum úr lofti og á
landi haustið 1982 bendir einnig til
þess að um 95% kópa sjáist að jafnaði
úr lofti. Æskilegt væri að gera fleiri
kannanir á þessu síðar. Það er því
erfitt að dæma um hvort fjöldi kópa á
landi sé metinn of eða van með R-
Ieiðréttingarstuðli 1,05, en sú skekkja
er þó mjög lítil.
Aðrir skekkjuvaldar, er skipta
sennilega meira máli hvað fjölda kópa
snertir eru: / fyrsta lagi vanmat á
heildarkópafjölda á talningartíman-
um, vegna þess að talningarmönnum
yfirsjást hugsanlega einhverjir kópar
sem liggja einir í fjörunni fjarri mestu
kæpingarsvæðunum. / öðru lagi sjást
dauðir kópar illa og hverfa í sandinn
eða á milli steina. / þriðja lagi er há-
marksfjöldi kópa á landi vanmetinn
þegar aðeins er talið einu sinni á hverj-
um kæpingarstað, því ólíklegt er að
talið hafi verið úr lofti á öllum stöðum,
þegar flestir kópar voru þar á landi.
Til þess að ná mestum árangri hvað
þetta varðar, þarf að fylgjast með
framvindu kæpingarinnar og miða
flugtalninguna við það á hverjum stað
í mikilvægustu látrum við landið, hve-
nær flestir kópar eru á landi. Einnig
mætti telja úr lofti oftar en einu sinni á
helstu kæpingarstöðum og afla þessara
upplýsinga á þann hátt. / fjórða lagi er
óvíst hvort upplýsingar hafi borist um
alla veidda kópa. Mikill meirihluti
veiddra kópa hefur þó væntanlega
komið fram, vegna verðlaunagreiðslna
fyrir selveiðar 1982.
Til þess að ákvarða kópaframleiðslu
útsels út frá niðurstöðum talninga þarf
að margfalda matið á hámarksfjölda
kópa á landi með hlutfallinu 0, eins
og vikið er að hér að framan. f þessu
mati á kópaframleiðslu útselsstofnsins
90