Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Síða 53

Náttúrufræðingurinn - 1985, Síða 53
í gerð hennar. Það er von okkar, að mynd- in örvi fólk til að líta á plöntur og ekki væri síðra, ef hún yrði til að vekja athygli á félaginu. í öðru lagi er verið að undirbúa útgáfu á bók um íslenska sjávarþörunga og mun félagið að einhverju leyti koma þar við sögu. Það er gert ráð fyrir, að félags- menn fái hana á vildarkjörum, þegar hún kemur út. í þriðja og síðasta lagi barst stjórn fé- lagsins bréf, dagsett 18. des. s. 1., frá Kynningarþjónustunni sf., þar sem því var gefinn kostur á að verða aðili að útgáfu vandaðs náttúrufræðirits, sem yrði al- mennara eðlis og víðfeðmara að því er efnisgreinir varðar, en þau sem fyrir eru. Ætlun þeirra, sem að Kynningarþjónust- unni standa, en það eru Helgi H. Jónsson, Magnús Bjarnfreðsson og Vilhelm G. Kristinsson, er, að efnistök verði af öðrum toga en í Náttúrufræðingnum og meira í ætt við ábyrga blaða- og fréttamennsku með mörgum og vönduðum litljósmyndum og skýringarmyndum. Um efni þessa bréfs var ítarlega fjallað í stjórn og að auki boðaði hún ritstjóra og ritnefndarmenn til fundar. í stuttu máli varð niðurstaðan sú, að án alls efa mun blað í ætt við fyrirhug- aða útgáfu líta dagsins ljós fyrr en seinna. Æskilegt er, að Náttúrufræðifélagið eigi hlut að slíku blaði, enda er það í samræmi við stefnu félagsins. Það verður þó að vera á mun breiðari grundvelli en Náttúru- fræðingurinn til þess að höggva ekki of nærri honum. Það var ákveðið að beina tilmælum til Kynningarþjónustunnar um að leita til fleiri aðila til þess að tryggja fjölbreytni væntanlegs blaðs. NÁTTÚRUFRÆÐISAFN Á fundi stjórnar þann 3. október var ákveðið að reyna enn á ný að taka á mál- um Náttúrugripasafnsins. Þá var stofnuð nefnd undir forsæti Þórs Jakobssonar um að afla því fylgis meðal ráðamanna og al- mennings að reisa nýtt og veglegt náttúru- fræðisafn. Margir fundir hafa verið haldnir og þar lagt á ráðin um hvernig þoka megi þessu þjóðþrifamáli áleiðis. FJÁRHAGUR í lok ársins var höfuðstóll kr. 677.320,97, en á liðnu reikningsári nam halli tæpum tvö hundruð þúsund krónum. Hafa skal í huga, að enn á eftir að greiða prentun og annan kostnað við Náttúrufræðinginn fyrir hálft árið 1983 og allan 54. árgang. Enda þótt rúmar 10 þúsund krónur væru í hagn- að af ferðum, hækkuðu fargjöld nær ekk- ert frá fyrra ári. Tekjur af leiðbeininga- námskeiðum urðu tæpar átta þúsund krónur. Á fjárlögum voru félaginu veittar kr. 7.000 til starfseminnar. Þessi styrkur rann til útgáfu á Náttúrufræðingnum. 99

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.