Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 15

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 15
Sigmar Arnar Steingrímsson: Mosadýr í Urriðakotsvatni INNGANGUR Mosadýr í vatni eru einn hópur dýra sem litla athygli hefur hlotið. Skýring- ar á því eru trúlega margar en líklega er meginskýringuna að finna í bú- svæðavali þeirra. í stórgrýttri fjöru stöðuvatna finnast mosadýr á neðra borði steina þar sem greiðlega flæðir undir þá. Eru þau auk þess mjög smá- gerð og gætu sumar tegundir minnt á mosaló. Þarf því nokkuð að leggja sig fram til þess að finna þessi dýr. Hér á landi eru fundarstaðir sam- býla þriggja tegunda vatnamosadýra skráðir (Heding 1938; Fjeldsá og Raddum 1973; Lindegaard 1979): Fre- dericella sultana (Blumenbach) (þrír fundarstaðir), Hyalinella punctata (Hancock) (einn fundarstaður) og Plumatella fungosa (Pallas) (tveir fundarstaðir). Fjórða tegundin Christatella mucedo Cuvier hefur ein- ungis fundist á dvalaforminu (stato- blasta) á tveimur stöðum (Heding 1938, Gísli Már Gíslason, munnlegar uppl.). Fimmtu tegundina, Plumatella repens (Linnaeus), fann dr. Jón Bald- ur Sigurðsson árið 1975 í Urriðakots- vatni við Hafnarfjörð. Þessa fundar P. repens hefur aldrei verið getið á prenti fyrr en nú. í sama vatni er að finna F. sultana (1. mynd), en þessi fundarstað- ur tegundarinnar hefur aldrei fyrr ver- ið skráður. Ætlunin er að gera stutta grein fyrir almennri líffræði vatnamosadýra, og verkefni sem höfundur vann við líf- fræðiskor Háskóla íslands árið 1981. Var þar m. a. um að ræða athugun á lífsferlum F. sultana og P. repens í Urriðakotsvatni, hvort tveggja teg- undir sem hafa alheimsútbreiðslu (cosmopolitan), sem eru þó fyrst og fremst bundnar köldum svæðum (La- court 1968). Athugun sem þessi hefur ekki verið gerð hér á landi áður. Höf- undur vill fyrst og fremst þakka um- sjónarmanni verkefnisins Gísla Má Gíslasyni hjá Líffræðistofnun Háskóla íslands, aðstoðina og lestur þessarar greinar. Auk þess vil ég þakka Ólafi Svavari Ástþórssyni hjá Hafrann- sóknastofnun gagnlegar ábendingar og aðstoð. Sömuleiðis þakkir til Ólafs Karvels Pálssonar hjá Hafrannsókna- stofnun fyrir yfirlesturinn. LÍFFRÆÐI MOSADÝRA í VATNI Allt fram á öndverða nítjándu öld voru mosadýr ýmist flokkuð með dýr- um eða plöntum og var jafnvel talað um þau sem blöndu af hvoru tveggja (Hyman 1959). Árið 1820 voru mosa- dýr endanlega úrskurðuð hluti dýra- ríkisins. Nokkru seinna hafði þessi dýrafylking öðlast tvö nöfn. Nafnið „Polyzoa“ (gríska: polys, margir; zoon:, dýr) er eldra og var einkum notað af enskum dýrafræðingum en „Bryozoa" (gríska: bryon, mosi; zoon, dýr) af vísindamönnum í Ameríku og á meginlandi Evrópu. Má segja að seinna fylkingarnafnið hafi útrýmt því Náttúrufræðingurinn 55 (2), bls. 61-71, 1985 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.