Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 36

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 36
Skessugarður Á Jökuldalsheiði austur getur all- víða að líta jökulmenjar. Þær eru mis- mikið augnayndi og ber einn fjöl- margra jökulgarða af. Nefnist sá Skessugarður og er á Grjótgarðshálsi. Blasir hann við er komið er á brún eystri Möðrudalsfjallgarðs á austur- leið. Grjótgarðsháls er á milli Fjall- garða og Sænautafells, en garðurinn liggur um hálsinn þveran rúmum 2 km innan hringvegar. Hann leynir mjög á sér, og sérstaða hans sést ekki fyrr en komið er svo til að honum. Skessu- garður er réttnefni, því að ekki er á mennskra manna færi að höndla slíkt stórgrýti sem í honum er. Garðurinn er nokkuð brattur, enda vinnur veðrun lítt á honum. Hann er um 7 metra hár að utanverðu en um 5 metra hár ef mælt er að innanverðu. í garðinum er dílabasalt, að mestu plokkað úr Grjótgarðshálsi sjálfum. Stórgrýtisdreif er á báðar hendur. Garðurinn er mjög „götóttur" vegna þess að fínefnið vantar. Um- mæli refaskyttu nokkurrar sýna það e.t.v. best: „Það er eitt greni þetta helvíti !“. Greiðfært er að Skessugarði frá hringveginum. Ágæt slóð er austan undir Grjótgarðshálsi en verður þó að jafnaði ekki fær fyrr en um mitt sumar vegna skafla. Ágæt leið er eftir hálsin- um sjálfum nokkuð áleiðis, en mjög grýtt verður þegar nær dregur garð- inum. Bessi Aðalsteinsson, Orkustofnun. Náttúrufræðingurinn 55(2), bls. 82, 1985 82
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.