Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 10

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 10
5. mynd. Segulsviðsmælingar yfir segulmögnuðum hlut M. Segulsviðið F í nokkrum mælipunktum er sýnt sem ör með stærð og stefnu; rót- eindasegulmælir nemur að- eins stærð örvanna, en ekki stefnu. í raun eru stærðar- breytingarnar yfir fornminj- um oftast minni en 2% og stefnubreytingar minni en 1°. — Magnetic surveying above a buried ferromagnetic object in a vertical regional field (ex- aggerated). steinar, til dæmis í byggingaleifum, geta valdið vel mælanlegum óreglum sviðsins í allt að fáeinna metra fjar- lægð (ekki síst ef þeir eru úr járnríkum bergtegundum eða hafa einhverntíma hitnað í eldi). Langmest áhrif á segulsviðið, hlut- fallslega séð, hafa þó að sjálfsögðu hlutir úr járni og stáli. Seguleiginleikar járnhluta eru mjög misjafnir, eftir gerð járnsins, aldri, lögun hlutanna og halla þeirra miðað við sviðstefnuna, og áhrifum ryðmyndunar. Aðrir nytja- málmar eru alveg ósegulmagnaðir. Útslag segulmælis af völdum lítils staks járnhlutar minnkar í öfugu hlut- falli við þriðja veldi fjarlægðar frá mælinemanum, og hafa fornleifafræð- ingar og framleiðendur mælitækja komið sér upp lauslegum reglum um stærð hlutfallsstuðulsins þar á milli. Þekktust er líklega sú regla, að eitt tonn járns gefi um eitt nT segulfrávik ef mælineminn er 30 metrum ofan við járnið (Breiner 1973). Er neminn gjarnan hafður í tveggja metra hæð, til að minnka þau frávik sem geta stafað af óreglulegu yfirborði jarðvegsins, en flytja má hann langt frá mælitækinu sjálfu, t. d. við neðansjávarmælingar. Hin öra dofnun sviðsins með fjarlægð, svo og þörfin fyrir þéttar og nákvæmt staðsettar mælingar, útilokar notkun flugvéla við fornminjaleit. Útslag fæst þótt mælinemi sé til hlið- ar við orsökina; má sú hliðrun ná a. m. k. helmingi af dýpinu niður á hana, en ekki meira en öllu dýpinu. 5. mynd sýnir aðstæður. F táknar kraftlínur segulsviðs jarðar, þ. e. stefnu frjálsrar segulnálar. Þessi stefna, svo og styrkur sviðsins, er breytilegt eftir staðsetningu nálægt hinum gröfnu hlutum, en beint yfir járnhlutum er það oftast sterkara en eðlilegt jarðsegulsvið („jákvætt“ frá- vik). Við nákvæmar mælingar af þessu tagi getur þurft að leiðrétta fyrir óreglulegum breytingum segulsviðsins af völdum rafstrauma í háloftunum, eða mæla samtímis segulsviðið í tveim mismunandi hæðum og nota mismun aflestra til túlkunar. Meðal þeirra fornminja, sem fundist hafa með segulsviðsmælingum, er fjöldi skipsflaka frá blómatímum Spánverja og Portúgala á ló.öld og Hollendinga á 17. öld, og hafa bjarg- ast miklir fjársjóðir úr sumum þeirra. Á íslandi var róteindasegulmælir í 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.