Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 22
repens fór hægt af stað og spírunar-
hlutfall hennar reis hægar. Hámarki
sínu náði hún um þrjátíu dögum eftir
að spírun hófst. Hlutfallið náði þó
sama hámarki hjá báðum tegundum,
80%. Brown (1933) talar um að hann
hafi fengið ung sambýli úr blöstum 10.
júní (hiti 18°C), en hér er spírun P.
repens í hámarki um svipað leyti. Á
þessum tíma sveiflaðist vatnshitinn
milli 9 og 20°C. F. sultana hefur hins-
vegar náð mestu spírun við hitasveiflu
frá 4,5 til 10°C. Bushnell (1966) nefnir
að knappskot hjá P. repens eigi sér
ekki stað við lægra hitastig en 9°C, og
að F. sultana sé mun kuldaþolnari í
þessu sambandi. Ber þessum gögnum
saman við athugun Bushnell (1966),
þó svo spírun P. repens hefjist að ein-
hverju marki við lægra hitastig í
Urriðakotsvatni. Svo virðist sem spír-
un F. sultana hefjist strax og ísa leysir
en P. repens taki við sér seinna. í
báðum tilfellum má þó hugsa sér að
þau dvalaform sem fyrst spíruðu hafi
myndast mun fyrr, sumarið áður, en
þeir blastar sem spíruðu síðar. Þegar ís
lagði hafi fyrstu blastarnir því lokið
vorun sinni að miklum hluta (vorun =
„vernalisation“, þ. e. undanfari spír-
unar verður að vera kuldakafli með
hlýviðriskafla í kjölfar hans). Spíruðu
þeir líklega fyrstir þegar ísa leysti vor-
ið 1981. Þeir blastar, sem síðast spír-
uðu það vor hafa því hugsanlega
myndast nær hausti 1980 og vorun því
skemmra á veg komin. Þar sem P.
repens myndar dvalaform litlu síðar að
sumri en F. sultana (6. mynd) og blast-
ar P. repens spíra seinna um vorið,
bendir það til þess að ferill vorunar hjá
þessum tegundum sé eitthvað mismun-
andi.
Þroskun blasta var þegar hafin í
endaðan maí hjá F. sultana en ekki
fyrr en á tímabilinu 10. júní til 9. júlí
hjá P. repens. Myndun blasta virðist
taka alllangan tíma hjá F. sultana.
Með hliðsjón af því að 9. júlí var hlut-
fall fullþroska blasta lágt hjá F. sult-
ana, má segja með nokkurri vissu, að
blastamyndun tegundarinnar taki í að
minnsta kosti 4—5 vikur, þó sennilega
meira. Bushnell (1966) talar um að
það taki P. repens 3-6 vikur að
mynda blasta og er það í samræmi við
þær niðurstöður sem hér birtast. Ef
gert er ráð fyrir að þroskun hafi farið
af stað rétt eftir 10. júní (þá 0%) og
tekið er tillit til þess að hlutfall full-
þroska blasta hefur náð 50% við sýna-
töku 9. júlí (sbr. 17% hjá F. sultana),
er líklegt að þroskunin taki þrjár vikur
hjá P. repens. Þ. e. a. s. blastamynd-
un taki um 3 vikur.Einnig virðist sem
myndun dvalaformsins sé mun af-
markaðri í tíma hjá P. repens, því að
blastar á fyrsta stigi fyrirfundust allt
fram í september hjá F. sultana en
fundust einungis fram í lok júlí hjá P.
repens.
Til þess að einstaklingur sé virkur í
myndun dvalaformsins, þarf hann að
fullmynda það áður en hann deyr.
Þroskunin virðist ganga hægt fyrir sig
hjá F. sultana og bendir því til þess að
lífslengd hvers einstaklings sé að lág-
marki 6 vikur (sbr. þroskun komin vel
af stað 30. maí og fyrstu fullþroskuðu
blastarnir koma fram í byrjun júlí).
Engar heimildir eru þó til um þetta
efni. Lífslengd hvers einstaklings P.
repens telur Bushnell (1966) vera há-
mark 6 vikur en þó lifðu um 50%
einstaklinga hans aðeins í 3 vikur. Er
þetta nokkuð í samræmi við það sem
hér hefur komið í ljós, þar sem að
blastar þroskuðust að fullu á um þrem-
ur vikum í Urriðakotsvatni (tímabilið
10. júní til 9. júlí).
Fjöldi blasta á einstakling var sá
sami og hjá Bushnell (1966) hvað F.
sultana viðvíkur (2 blastar/einstakl-
ing), en hann talar einungis um að hjá
68