Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 14
1. mynd. Hreinsuð barnamold úr Mývatni. Skelin á miðri mynd er af kísilþörungnum
Cocconeis placentula. Brot af öðrum kísilþörungaskeljum sjást í kring. Myndin er tekin
með rafeindasmásjá og er stækkunin um 1000 x (Mynd Sigurjón Sindrason og Árni
Einarsson).
Mánamjólk
Kísilgúr hefur nokkuð verið til umræðu
á undanförnum misserum. Orðið kísilgúr
er nýyrði í íslensku eins og Halldór Lax-
ness benti á í frægri ritgerð, Hernaðurinn
gegn landinu, árið 1970:
„Þessi málmleysíngi hefur frá ómunatíð
heitið barnamold eða pétursmold á íslensku.
Hvernig stendur á að efnið skuli altíeinu
heita kísilgúr, svo óvanir sem við erum því
að taka upp hráa þýsku í tungu okkar.“
(Yfirskygðir staðir bls. 134).
Barnamoldarnafnið mun dregið af notk-
un efnisins til að púðra ungbarnabotna, en
barnamoldin drekkur vel í sig raka. Fjórða
nafn efnisins er mánamjólk. Svo segir
Björn Halldórsson (d. 1794) í
Sauðlauksdal í útskýringum með íslensk-
latneskri orðabók sinni:
„Mánamjólk er hvítur leir mjúkur og feitur
undir gómi en næsta því sama sem menn
kalla á íslensku pétursmold og brúkast helst
til að þurrka með náttúrlega vætu af barns
líkama, er misjöfn eftir mineralibus í jörð-
unni, fellur sum í duft þá hún þornar. Enn
önnur heldur sér vel og selst af til sömu
brúkunar. Getur brúkast til hvíts málverks
óvaranlega.“ (Sjá Jón Helgason í Biblio-
theca Arnamagnæana 29: 101-160).
Mánamjólk sú, er í duft fellur þá hún
þornar, er sennilega ljós gosaska en hin er
vafalaust ekta barnamold. Skeljar kísil-
þörunga eru aðalefni barnamoldarinnar.
Kísilþörungurinn er aðeins ein fruma og
hefur hún utan um sig samloku úr
gagnsæjum ópal. Er þörungurinn deyr
falla skeljarnar til botns og þar sem kísil-
þörungagróður er mikill verða þær aðal-
uppistaðan í botnleðjunni og barnamold
verður til. Eins og meðfylgjandi mynd ber
vott um eru kísilþörungaskeljarnar alsettar
agnarsmáum götum þannig að þær draga
auðveldlega í sig vatn. Eru skeljar margra
tegundanna hin mesta völundarsmíð. Kísil-
þörungarnir lifa einkum í vatni og hefur
barnamoldin því sest til í stöðuvötnum þótt
víða um land megi nú finna hana á þurru
landi.
Arni Einarsson
Náttúrufræðingurinn 55(2), bls. 60, 1985
60