Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 7
2. mynd. Hljóðbylgja er
breiðist út í jarðvegi, og
endurvarpast frá föstum hlut
til hljóðnema. Myndin getur
einnig átt við um rafsegul-
bylgjur. — Showing theprinc-
iple of seismic or electromagn-
etic subsurface wave generati-
on and reflection. Direct wave
not shown.
Er þetta mjög gagnlegt við leit að
skipsflökum.
RAFSEGULBYLGJUR
Útvarps- og radarbylgjur geta borist
gegnum jarðveg og endurkastast frá
hlutum eða lagmótum á sama hátt og
hljóðbylgjur (2. mynd, með loftnetum
í stað hljóðgjafa og hljóðnema). Hraði
rafsegulbylgja í jarðvegi er meira en
þúsundfaldur hljóðhraðinn.
Leiði jarðvegurinn vel rafmagn,
veldur hið breytilega segulsvið bylgj-
unnar spanstraumum í honum, sem
aftur mynda segulsvið, en það vinnur
þá gegn upphaflega. sviðinu. Bylgjan
dofnar því eftir því sem neðar dregur í
jarðveginum. Er dofnunin háð tíðni
bylgjunnar og rafleiðni jarðvegsins.
Þannig hefur útslag bylgjunnar dofnað
um helming á dýpinu d = 350 Vr/f
metrar, þar sem r er eðlisviðnám í
ohmmetrum og f tíðni bylgjunnar
(rið). Endurkastist bylgjan frá skilum,
dofnar hún enn á leiðinni upp, og get-
ur því móttökubúnaður þurft að vera
mjög næmur og skermaður fyrir trufl-
unum.
Þessi tækni er mikið notuð við leit
að æðum málmsteinda í bergi, svo og
köplum og rörum í jarðvegi, og gefur
skv. framansögðu besta raun ef í kring
eru illa leiðandi efni. Sömu gerðar eru
þau málmleitartæki, sem líkjast ryk-
sugum í útliti og einstaklingar víða
erlendis nota í frístundum til að leita
að myntum og öðrum smá-„fjársjóð-
um“ í efstu 0,3-0,5 metrum jarð-
vegsins.
Ymsan búnað af þessu tagi getur
komið til greina að nota við fornminja-
leit á stórum svæðum, ekki síst ef
leitað er málmhluta. Á Skeiðarársandi
voru milli 1960 og 1972 prófuð þrjú
mismunandi tæki með senditíðni um
eitt kílórið, en ýmis vandkvæði voru á
notkun þeirra. Ef fjarlægð frá sjó var
minni en 200 m eða svo, dofnaði sendi-
merkið alltof hratt með dýpi vegna
lágs viðnáms af völdum seltunnar í
sandinum, en fjær sjó varð endurkast
frá þéttum leirkenndum lögum hér og
hvar í sandinum til að gera erfitt fyrir
við túlkun.
Eftir 1981 hafa lítillega verið prófuð
tvö önnur rafsegultæki á Skeiðarár-
sandi. Annað er svokallað VLF-íæki,
er nemur útvarpsbylgjur (15 kílórið)
frá öflugum sendistöðvum stórveld-
53