Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 7

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 7
2. mynd. Hljóðbylgja er breiðist út í jarðvegi, og endurvarpast frá föstum hlut til hljóðnema. Myndin getur einnig átt við um rafsegul- bylgjur. — Showing theprinc- iple of seismic or electromagn- etic subsurface wave generati- on and reflection. Direct wave not shown. Er þetta mjög gagnlegt við leit að skipsflökum. RAFSEGULBYLGJUR Útvarps- og radarbylgjur geta borist gegnum jarðveg og endurkastast frá hlutum eða lagmótum á sama hátt og hljóðbylgjur (2. mynd, með loftnetum í stað hljóðgjafa og hljóðnema). Hraði rafsegulbylgja í jarðvegi er meira en þúsundfaldur hljóðhraðinn. Leiði jarðvegurinn vel rafmagn, veldur hið breytilega segulsvið bylgj- unnar spanstraumum í honum, sem aftur mynda segulsvið, en það vinnur þá gegn upphaflega. sviðinu. Bylgjan dofnar því eftir því sem neðar dregur í jarðveginum. Er dofnunin háð tíðni bylgjunnar og rafleiðni jarðvegsins. Þannig hefur útslag bylgjunnar dofnað um helming á dýpinu d = 350 Vr/f metrar, þar sem r er eðlisviðnám í ohmmetrum og f tíðni bylgjunnar (rið). Endurkastist bylgjan frá skilum, dofnar hún enn á leiðinni upp, og get- ur því móttökubúnaður þurft að vera mjög næmur og skermaður fyrir trufl- unum. Þessi tækni er mikið notuð við leit að æðum málmsteinda í bergi, svo og köplum og rörum í jarðvegi, og gefur skv. framansögðu besta raun ef í kring eru illa leiðandi efni. Sömu gerðar eru þau málmleitartæki, sem líkjast ryk- sugum í útliti og einstaklingar víða erlendis nota í frístundum til að leita að myntum og öðrum smá-„fjársjóð- um“ í efstu 0,3-0,5 metrum jarð- vegsins. Ymsan búnað af þessu tagi getur komið til greina að nota við fornminja- leit á stórum svæðum, ekki síst ef leitað er málmhluta. Á Skeiðarársandi voru milli 1960 og 1972 prófuð þrjú mismunandi tæki með senditíðni um eitt kílórið, en ýmis vandkvæði voru á notkun þeirra. Ef fjarlægð frá sjó var minni en 200 m eða svo, dofnaði sendi- merkið alltof hratt með dýpi vegna lágs viðnáms af völdum seltunnar í sandinum, en fjær sjó varð endurkast frá þéttum leirkenndum lögum hér og hvar í sandinum til að gera erfitt fyrir við túlkun. Eftir 1981 hafa lítillega verið prófuð tvö önnur rafsegultæki á Skeiðarár- sandi. Annað er svokallað VLF-íæki, er nemur útvarpsbylgjur (15 kílórið) frá öflugum sendistöðvum stórveld- 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.