Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 5
eiginleikar einhvers þess, sem leitað er
í jörðu, séu frábrugðnir samsvarandi
eiginleikum umhverfisins. Þessvegna
þarf að afla sögulegra upplýsinga um
þann hluta minjanna, sem líklegast er
að sé nægilega frábrugðinn jarðvegin-
um í kring að einhverju leyti. Af
mannvistarleifum má þar nefna vegg-
hleðslur, fyllta skurði, leirofna- eða
smiðjurústir, og sorphauga. í skips-
flökum koma til álita leifar skrokksins,
málmar í vopnum og akkerum, kjöl-
festan, og stundum farmurinn. Ef um
málma er þar að ræða, verður að áætla
með hliðsjón af reynslu, hvort þeir
kunni að hafa bjargast eða hafa eyðst í
jarðveginum síðan þeir grófust þar
niður. Kallar þetta enn á, að leitar-
menn kynni sér margháttuð söguleg
gögn og rannsóknarniðurstöður, og
hjálpar einnig við að setja minjarnar í
víðtækara menningarlegt samhengi.
Staðsetning mœlinga
Alla leit með mælitækjum marg-
borgar sig að gera skipulega. Oftast
nær er sett upp, fyrirfram, rétthyrnt
net mælilína með jöfnu millibili. Mæl-
ingar eru þá gerðar þétt eftir samsíða
línum, t. d. í A-V stefnu. Þá er einnig
mælt á fáeinum N-S línum til uppfyll-
ingar.
Ef um lítið svæði er að ræða, innan
við 100 m á hvorn veg, má merkja
línurnar nokkuð varanlega með snúr-
um, til að auðvelda endurtekningar
eða samanburð milli mæliaðferða. Á
stærri svæðum eða úti á sjó verður
hinsvegar að ákvarða nákvæma stað-
setningu hvers punkts um leið og mæl-
ing er gerð þar. Oft er notaður theodo-
lit eða aðrir hornamælar, til að miða
staðsetningarnar við fasta punkta
innan eða utan mælisvæðisins.
Séu hornamælingar of seinlegar til
2"? ^
ÖR£FAJÖKULL__
crater '{
s rKv/t
Skaftafellsfjara
N \ fjara
NúpsstaSar- Jökulfells- Freysnesfjara
fjara fjarn 17 °W
Stúfur
Hofsfjara
\ ® Á/Höfðavík
1 ln9Ólfshöfði
Kóngspartur
Svínafells- \ ^s,°ÖarfjQra
Tangafjara (Hof)
51