Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 34
7. mynd. Einn af gígunum, sem Leiðólfsfellshraun hefur komið úr. — One of the
Leiðólfsfell craters.
slóðir er það oftast dauft eða vantar
alveg. Við húsrúst suðaustan í
Leiðólfsfelli er öskulagið frá þessu
gosi 1,2 m undir yfirborði og stendur
óhreyfð hleðsla á því.
í öðru lagi kemur svo það sem hér
fer á eftir: Á Hólahafti rétt norðan við
línuveginn hefur mikið gosmalar og
grjótlag kastast frá eldvarpinu út á
mýrina. Efnið er gróft, mikið af hnefa-
stórum og stærri steinum, bombum,
gjalli, grófum vikri og ösku. Nokkuð
er lagið misþykkt þar sem það liggur
út á slétta mýrina, en finna má staði
þar sem það er 40—50 cm. Á því vex
nær eingöngu mosi, en annar gróður
er ekki teljandi. í dálitlum, grónum
skorningi reyndist mögulegt að grafa
gegnum þetta lag. Það notfærði ég mér
nú í haust, nánar til tekið þann 11.
október. Með rýmilegri fyrirhöfn var
mögulegt að afhjúpa undirlagið og aft-
ur draga fram í dagsljósið gamlar
mosaþúfur, sem þar hafa sofið svefni
Þyrnirósu frá því að ósköpin dundu
yfir. Með því að sópa varlega ofan af
þeim mátti safna heillegum, þéttum
mosa sem varðveist hefur fádæma vel.
Það safn bíður nú aldursákvörðunar.
HEIMILDIR
Jón Steingrímsson. 1973. Æfisaga og önn-
ur rit. — Helgafell, Reykjavík: 438 bls.
Jón Steingrímsson. 1904—1914. Fullkomið
skrif um Síðueld. Skýrslur um Skapt-
árgosin 1783. — Safn til sögu íslands
IV. Kaupmannahöfn og Reykjavík
1904-1915.
Jón Jónsson. 1975. Nokkrar aldursákvarð-
anir. - Náttúrufræðingurinn 45: 27-
30.
Sigurður Þórarinsson. 1981. Bjarnagarður
— Árbók hins íslenska fornleifafélags
1981: 5-39.
80