Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 6

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 6
þess að borga sig, er gripið til sjálf- virkra aðferða, sem byggja á því að mæla fjarlægðir mælipunktsins frá 2-3 föstum og nákvæmlega staðsettum stöðvum með hjálp útvarps- eða ör- bylgja. Dæmi um þau staðsetningar- kerfi eru „Loran C“ (bylgjulengd 3 km), „Raydist“ (bylgjulengd 45 m, færanlegar sendistöðvar) og „Disto- mat“ (til landmælinga). Staðsetningar með hjálp gervihnatta (Transit) hafa einnig komið til sögunnar, en duga ekki einar sér, því aðeins næst ein staðsetning á klukkutíma fresti eða svo. Tölvuvæðing hefur mjög auðveldað beitingu þessara aðferða hin síðari ár. Kemur eflaust að því að ekki verður mikið erfiðara að staðsetja sig ná- kvæmlega á Skeiðarársandi en annars staðar á landinu, en staðsetningar hafa verið einn veikasti hlekkur leitarstarfs- ins þar, m. a. vegna þess hve langt er til varanlegra kennileita. Myndataka Afar gagnlegt er að hafa nýleg kort og loftmyndir af leitarsvæði í stórum mælikvarða. Ef ljósaðstæður hafa ver- ið heppilegar, geta á myndunum sést óverulegar mishæðir í landslagi, sem endurspegla að einhverju leyti þau mannvirki sem undir eru. A sér- stökum filmum koma fram sérkenni gróðurs yfir gömlum mannvistar- leifum, t. d. vegna afbrigðilegrar vatnsgengni eða efnainnihalds. Loft- myndir voru teknar af hluta Skeiðar- ársands vegna leitaraðgerða þar um 1970,en munu ekki hafa gefið mark- tækar vísbendingar (Booz-Allen App- lied Research 1974; R.S. Williams, jr., skrifl. uppl. 1982). Gervihnattamyndir ná yfirleitt ekki að greina þau smáatr- iði landslags, sem um er að ræða við fornminjaleit. Neðansjávarsjónvarp hefur verið notað í vaxandi mæli við botnleit. Meðal annars fannst flak hins stóra orustuskips Kronan, sem sprakk í loft upp 1676 við Öland, á þennan hátt 1980 eftir að segulmælingar höfðu gef- ið til kynna líklegan hvílustað þess (Franzén 1981). ENDURKAST HLJÓÐBYLGJA Hraði hljóðbylgja í efni fer eftir eðl- ismassa efnisins og fjaðurmagnsstuðl- um þess. Því þéttara sem berg eða jarðvegur er í sér, því hraðar fer hljóð- bylgjan. Lendi hún á skilum tveggja efna með mismunandi eiginleika að þessu leyti, endurkastast hluti hennar. Þetta má nota til að leita slíkra skila, og finnst dýptin að þeim út frá ferða- tíma bylgjunnar milli hljóðgjafa og hljóðnema (2. mynd). I einföldustu gerð tækjanna, eins og í venjulegum dýptarmæli skips, eru hljóðnemi og hljóðgjafi sambyggðir. Oftar eru þó margir hljóðnemar í röð út frá hljóðgjafanum, en hann getur verið sleggja, hvellhetta eða þrýsti- loftsbyssa. Helst þarf hljóðgjafinn að vera í vatni til þess að nægilega öflug bylgja geti borist út frá honum. í jarðvegi dreifist hljóðið mikið vegna mismikils þéttleika jarðvegsins, og dofnar af völdum innri núnings jarðvegskorn- anna. Mælingar eru seinlegar á landi og túlkun flókin, sérstaklega ef mæli- lína liggur ekki beint yfir það sem leitað er að. I fornleifarannsóknum er þessi aðferð helst nothæf við að kanna meginatriði í lagskiptingu jarðvegsins, til dæmis dýpi niður á grunnvatnsborð eða klöpp. Botnsjá (Kjartan Thors 1979) er af- brigði dýptarmælis, og skráir hún endurkast hljóðbylgja frá allstóru botnsvæði til hliðar frá senditækinu. 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.