Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 29

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 29
2. mynd. Vikur úr gosinu við Leiðólfsfell. — Black tephra from the Leiðólfsfell erup- tion. (Ljósm./photo Jón Jónsson). ast hvar í þessum sveitum um 34 cm þykkur jarðvegur. Neðra lagið sem víðast hvar er þykkara og yfirleitt fínna hefur reynst um 3800 (3800±80) C14 ára og hið efra, sem er vikurkennt, um 3500 (3520±80) C14 ára. Bæði þessi lög eru djúpt í jarðvegi hér um slóðir og svo er í rofaskurðinunr hér (3. mynd). Frá efra laginu upp að þykka svarta vikurlaginu, sem á rætur að rekja til þessara áðurnefndra elds- töðva, eru fullir 2,5 m. Af þessu er ljóst að hér hefur gosið tiltölulega seint. Ti) þess að fá nánari vitneskju um þetta var nauðsynlegt að rekja ösku- og vikurlagið frá þessum gosstöðvum til staðar þar sem jarðvegur er kominn ofan á það. Þetta reyndist auðvelt og kom þá í ljós að þarna hefur nær ör- ugglega gosið á sögulegum tíma. Nokkur, og þó einkum tvö öskulög, hafa afgerandi þýðingu hvað þetta snertir. Það er öskulagið frá gosinu í Öræfajökli 1362 og annað öskulag, gráleitt, sem er að jafnaði 12-18 cm neðar og er allstaðar í jarðvegssniðum á þessum slóðum. Þetta öskulag telur Sigurður Þórarinsson (1981) að muni vera frá því um miðbik 13. aldar. Svart öskulag er nokkru neðar og telur Sig- urður það vera frá því um 1150. Það kemur nú í ljós að um 20 cm neðar kemur 34 cm þykkt, svart ösku- og vikurlag, sem rekja má til áðurnefndra eldstöðva (sbr. jarðvegssnið á 5. mynd). Efsti hluti þessa öskulags er grófur vikur (2. mynd) um 16 cm þykkt lag (4. og 5. mynd), þar fyrir neðan er fín aska í lögum og e. t. v. eitthvað blönduð áfoki. Sé reiknað frá ein- hverju þessara öskulaga og gert ráð fyrir að eðlileg þykknun jarðvegs á þessum slóðum sé rösklega 1 mm á ári að meðaltali kemur í ljós að líklegt má þykja að þetta mikla öskulag hafi orð- ið til snemma á 12. öld. Tekið skal fram að hér er stuðst við mælingar á aðeins einum stað, sem að sjálfsögðu er alltof lítið til þess að geta talist fullnægjandi. Hins vegar er af þessum staðreyndum þegar Ijóst að þarna hef- ur orðið stórgos eftir landnám. í því sambandi má einnig rninna á orð Jóns Steingrímssonar (útg. 1973) í riti hans urn eldana. Hann segir: „Þau brunahraun, sem hér eru eptir endilangri sýslunni, frá Eyjará til Landbrotstanga og so í Fljótshverfi hafa auðsjáanlega tvisvar fram kom- ið, annað fyrir en annað eptir ís- lands byggingu". 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.