Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 29

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 29
2. mynd. Vikur úr gosinu við Leiðólfsfell. — Black tephra from the Leiðólfsfell erup- tion. (Ljósm./photo Jón Jónsson). ast hvar í þessum sveitum um 34 cm þykkur jarðvegur. Neðra lagið sem víðast hvar er þykkara og yfirleitt fínna hefur reynst um 3800 (3800±80) C14 ára og hið efra, sem er vikurkennt, um 3500 (3520±80) C14 ára. Bæði þessi lög eru djúpt í jarðvegi hér um slóðir og svo er í rofaskurðinunr hér (3. mynd). Frá efra laginu upp að þykka svarta vikurlaginu, sem á rætur að rekja til þessara áðurnefndra elds- töðva, eru fullir 2,5 m. Af þessu er ljóst að hér hefur gosið tiltölulega seint. Ti) þess að fá nánari vitneskju um þetta var nauðsynlegt að rekja ösku- og vikurlagið frá þessum gosstöðvum til staðar þar sem jarðvegur er kominn ofan á það. Þetta reyndist auðvelt og kom þá í ljós að þarna hefur nær ör- ugglega gosið á sögulegum tíma. Nokkur, og þó einkum tvö öskulög, hafa afgerandi þýðingu hvað þetta snertir. Það er öskulagið frá gosinu í Öræfajökli 1362 og annað öskulag, gráleitt, sem er að jafnaði 12-18 cm neðar og er allstaðar í jarðvegssniðum á þessum slóðum. Þetta öskulag telur Sigurður Þórarinsson (1981) að muni vera frá því um miðbik 13. aldar. Svart öskulag er nokkru neðar og telur Sig- urður það vera frá því um 1150. Það kemur nú í ljós að um 20 cm neðar kemur 34 cm þykkt, svart ösku- og vikurlag, sem rekja má til áðurnefndra eldstöðva (sbr. jarðvegssnið á 5. mynd). Efsti hluti þessa öskulags er grófur vikur (2. mynd) um 16 cm þykkt lag (4. og 5. mynd), þar fyrir neðan er fín aska í lögum og e. t. v. eitthvað blönduð áfoki. Sé reiknað frá ein- hverju þessara öskulaga og gert ráð fyrir að eðlileg þykknun jarðvegs á þessum slóðum sé rösklega 1 mm á ári að meðaltali kemur í ljós að líklegt má þykja að þetta mikla öskulag hafi orð- ið til snemma á 12. öld. Tekið skal fram að hér er stuðst við mælingar á aðeins einum stað, sem að sjálfsögðu er alltof lítið til þess að geta talist fullnægjandi. Hins vegar er af þessum staðreyndum þegar Ijóst að þarna hef- ur orðið stórgos eftir landnám. í því sambandi má einnig rninna á orð Jóns Steingrímssonar (útg. 1973) í riti hans urn eldana. Hann segir: „Þau brunahraun, sem hér eru eptir endilangri sýslunni, frá Eyjará til Landbrotstanga og so í Fljótshverfi hafa auðsjáanlega tvisvar fram kom- ið, annað fyrir en annað eptir ís- lands byggingu". 75

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.